Blake Lively

bandarísk leikkona

Blake Ellender Lively (f. 25. ágúst 1987) er bandarísk leikkona. Hún fer með hlutverk Serenu van der Woodsen í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl. Hún hefur einnig leikið í kvikmyndum, eins og Accepted og The Sisterhood of the Traveling Pants, The Private Lives of Pippa Lee, The Town,Green Lantern og Savages.

Blake Lively
Blake Lively árið 2016.
Fædd
Blake Ellender Brown

25. ágúst 1987 (1987-08-25) (37 ára)
Los Angeles í Kalifornía í Bandaríkjunum
Störf
  • Leikkona
Ár virk1998-í dag
MakiRyan Reynolds (g. 2012)
Börn4
ForeldrarErnie Lively (faðir)
Undirskrift

Lively fæddist í Tarzana í Los Angeles og er dóttir leikaranna Ernie og Elaine Lively. Hún var alin upp sem baptisti. Hún er yngst af fimm systkinum; hún á bróðurinn Eric, hálfsysturnar Lori og Robyn og hálfbróðurinn Jason. Báðir foreldrar hennar og öll systkini hennar hafa verið, eða eru í, skemmtanabransanum. Í æsku tóku foreldrar Lively hana alltaf með í leiklistartímana sem þau kenndu því þau vildu ekki skilja hana eftir hjá barnapíu. Lively hefur sagt að það að horfa á foreldra sína kenna leiklist hafi hjálpað henni að ná grunnatriðum leiklistarinnar og eflt sjálfstraust hennar þegar hún varð eldri. Sem barn fór Lively með móður sinni tvisvar í viku í Disneyland til að þær gætu tengst betur. Lively hefur sagt að eftir allan þann tíma sem hún hefur eytt þar, finnist henni eins og hún hafi "alist upp í Disnleylandi".

Í upphafi hafði Lively ekki mikinn áhuga á leiklist, en sumarið eftir þriðja árið í menntaskóla (e."high school") bað bróðir hennar, Eric, umboðsmanninn sinn um að senda hana í nokkrar áheyrnaprufur yfir sumartímann. Eftir nokkrar prufur fékk hún hlutverk Bridgetar í kvikmyndinni The Sisterhood of the Traveling Pants. Livley tók upp atriðin sín fyrir myndina um sumarið.

Ferill

breyta

Lively byrjaði leikferilinn 11 ára þegar hún lék í kvikmyndinni Sandman (1998) sem var leikstýrt af föður Lively.

 
Lively á frumsýningu myndarinnar The Sisterhood of the Traveling Pants 2

Hún lýsir hlutverkinu í kvikmyndinni sem pínulitlu. Lively birtist síðan í kvikmynd sem byggð var á bókinni Gallabuxnaklúbburinn (e. The Sisterhood of the Traveling Pants) árið 2005 sem Bridget, ein af fjórum aðalpersónum. Frammistaða Lively í myndinni gaf henni tilnefningu til Teen Choice Awards.

Árið 2006 lék hún ásamt Justin Long í Accepted en hún lék einnig lítið hlutverk í hrollvekjunni Simon Says. Á meðan Accepted fékk ekki góðar viðtökur gagnrýnenda, hlaut Lively mikið lof fyrir frammistöðu sína. Árið 2007 lék Lively annað titilhlutverkið í Elvis and Anabelle, þar sem hún lék Anabelle, stelpu sem berst við búlimíu og vonast til að vinnna fegurðarsamkeppni. Hún hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína og hefur verið vísað til hlutverksins sem það hlutverk sem gerði hana fræga.

Lively var ráðin í sjónvarpsþáttaröðina Gossip Girl á CW-stöðinni, sem var frumsýnd í september 2007. Hún leikur Serenu van der Woodsen í unglingadramanu. Fyrsta tímaritaforsíðan hennar var nóvemberblað Cosmo Girl árið 2007 þar sem hún ræddi um menntaskólaárin og ferilinn áður en hún byrjaði að leika í Gossip Girl.

Árið 2008 endurtók Lively hlutverk sitt í framhaldsmyndinni, The Sisterhood of the Traveling Pants 2. Líkt og með fyrri myndina hlaut Lively mikið lof gagnrýnenda. Í nóvember 2009 hafði myndin halað inn yfir 44 milljónum dollara. Árið 2009 lék Lively Grabrielle DiMarco, lítið hlutverk í rómantísku gamanmyndinni New York, I Love You, sem var framhald myndarinnar Paris, je t'aime. Þrátt fyrir góða gagnrýni gekk myndinni illa í miðasölu.

Eitt af bestu hlutverkum Lively til þessa er aukahluverkið í kvikmyndinni The Private Lives of Pippa Lee (2009) þar sem hún lék aðalpersónuna á yngri árum. Í október 2009 byrjaði Lively að taka upp atriði sín sem Krista Coughlin í kvikmyndinni The Town (2010) sem var byggð á skáldsögu Chuck Hogan, Prince of Thieves. Kvikmyndin, þar sem Ben Affleck fer með aðalhlutverkið, kom út í Bandaríkjunum þann 17. september 2010 og hlaut mikið lof gagnrýnenda.

Lively lék Carol Ferris, aðal kvenhlutverkið og ástkonu Hal Jordan í ofurhetjumyndinni Green Lantern sem kom út í júní 2011. Alls halaði myndin inn 220 milljónum dala í miðasölu en þótti hins vegar ekki standast væntingar, þrátt fyrir að tekjur myndarinnar væru hærri en framleiðslukostnaðurinn. Lively lék í tónlistarmyndbandi við lag The Lonely Islands, "I Just Had Sex" ásamt Jessicu Alba í desember 2010.

Árið 2012 lék hún í kvikmynd Oliver Stone, Savages ásamt Taylor Kitch, Aaron Johnson, Sölmu Hayek og John Travolta. Lively fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína og var lýst sem "klárri og nákvæmri þar sem hún leikur svo brotna, hjálparlausa sál". Lively átti að leika í mynd Steven Soderbergh's, The Side Effects en Rooney Mara fékk hlutverkið í hennar stað. Þrátt fyrir það var Lively valin sem andlit nýja Gucci ilmsins árið 2012, Guccie Premiere. Hún lék einnig í stuttmynd sem var leikstýrt af Nicolas Winding Refn fyrir ilminn.

Einkalíf

breyta

Fyrir bandarísku forsetakosningarnar árið 2008 lýsti Lively yfir stuðningi sínum við forsetann Barack Obama. Livley og Penn Badgley léku í pro-Obama auglýsingu fyrir MoveOn.org.

Árið 2011 var hún á árlegum lista tímaritsins TIME yfir 100 áhrifamesta fólkið. Til viðbótar útnefndi vefsíðan AskMen.com hana mest aðlaðandi konu ársins 2011 og tímaritið People útnefndi hana eina af þeim fallegustu á hvaða aldri árið 2012.

Sambönd

breyta

Lively átti í ástarsambandi við leikarann Kelly Blatz á árunum 2004-2007, en þau voru æskuvinir. Lively var í sambandi með leikaranum Penn Badgley frá síðari hluta árs 2007 fram í september 2010. Hún átti þá í ástarsambandi við leikarann Leonardo DiCaprio frá miðjum maí fram í október 2011.

Lively byrjaði með mótleikara sínum úr Green Lantern, Ryan Reynolds í október 2011. Í júní 2012 keyptu þau Reynolds hús í Bedford í New York, fyrir 2 milljónir dollara. Parið gekk í hjónaband þann 9. september 2012 á Mount Pleasant í Suður-Karólínu.

Kvikmyndaskrá

breyta

Kvikmyndir

breyta
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1998 Sandman Trixie/Tannálfurinn Fyrsta hlutverk
2005 The Sisterhood of the Traveling Pants Bridget Vreeland Aðalhlutverk
2006 Accepted Monica Moreland
2006 Simon Says Jenny
2007 Elvis and Anabelle Anabelle Leigh
2008 The Sisterhood of the Traveling Pants 2 Bridget Vreeland
2009 New York, I Love You Gabrielle DiMarco
2009 The Private Lives of Pippa Lee Ung Pippa Lee
2010 The Town Krista Coughlin
2011 Green Lantern Carol Ferris
2011 Hick Glenda
2012 Savages Ophelia "O" Sage
2015 The Age of Adaline Adaline Bowman
2016 The Shallows Nancy Adams
Café Society Veronica Hayes
2017 All I See Is You Gina
2018 A Simple Favor Emily Nelson
2020 The Rhythm Section Stephanie Patrick
2024 IF Octopuss (voice)
It Ends with Us Lily Bloom Einnig aðalframleiðandi
2025 Untitled A Simple Favor sequel Emily Nelson Í tökum

Sjónvarpsþættir

breyta
Ár Titill Hlutverk Athugasemdir
2007-2012 Gossip Girl Serena van der Woodsen Aðalhlutverk
2009 Saturday Night Live Sem hún sjálf (þáttastjórnandi) Þáttur: "Blake Lively/Rihanna"
2018 When You Wish Upon a Pickle: A Sesame Street Special Sendill

Tónlistarmyndbönd

breyta
Ár Titill Hlutverk Höfundur/ar Athugasemdir
2010 I Just Had Sex Óánægð kærasta The Lonely Island ásamt Akon
2014 Part II (On the Run) Hún sjálf Jay-Z ásamt Beyoncé
2021 I Bet You Think About Me - Taylor Swift ásamt Chris Stapleton Einnig höfundur, framleiðandi og leikstjóri

Verðlaun

breyta
Ár Verðlaun Flokkur Tilnefnd fyrir Niðurstaða
2005 Teen Choice Award Besta leikkona í kvikmynd The Sisterhood of the Traveling Pants Tilnefnd
2008 Teen Choice Award] Besta leikkona í drama-sjónvarpsþætti Gossip Girl Vann
2008 Teen Choice Award Framúrskarandi framistaða í sjónvarpsþætti Gossip Girl Vann
2008 Newport Beach Film Festival Framúrskarandi frammistaða Elvis and Anabelle Vann
2009 Prism Awards Besta frammistaða í drama-þætti Gossip Girl Tilnefnd
  NODES