Boeing 747 er farþegaþota framleidd af Boeing. Flugvélin er tveggja hæða. Efri hæðin er um það bil þriðjung yfir vélinni, það er að segja önnur hæð er þrisvar sinnum styttri en fyrsta hæð, önnur hæð er nú fyrsta farrými. Hún er fyrsta flugvélin í flokki „júmbóþota".

Boeing 747.
Virgin Atlantic 747-400.

Boeing 747 er tvisvar og hálfum sinnum stærra en Boeing 707 sem var ein algengasta farþegaþota sjötta áratugsins. Fyrsta flug Boeing 747 var árið 1969.

747-100 Var fyrsta tegundin af Boeing 747 þotu eins og allar 747 þoturnar var hún með tvær hæðir á 100 voru 6 gluggar á efri hæðinni, enda styttri heldur en þessar nýju. Núna er búið að taka nærri allar 747-100 í gegn og breyta þeim í flutningaþotur, 167 747-100 hafa verið byggðar.

747SR Var stærri gerð af -100 týpunum en Japanir vildu fá slíka þotu til að nota til innanlandsflug.

747-100B Seinni gerðin af -100 þotunum sem hafði meira flugþol og betri hönnun.

747SP Pan Am og Iran Air báðu um þessa vél til lengri fluga en þessi vél á metið "Lengsta flug án stopps" sem var 12.000 kílómetra leið frá Sydney til San Francisco enda var það markmiðið með SP þotunni. Hún var styttri í lengd og hafði 12 glugga á efri hæðinni.

747-400 er knúin fjórum þotuhreyflum. Þotan var hönnuð á grunni Boeing 747-300 með 1,8 metra endavængla, stafrænum stjórnklefa, stærri eldsneytistank og sparneytnum þotuhreyflum með auknum þrýstikraft. Fyrsta flugvélin var afhent í janúar 1988 og flug í fyrsta skipti 29. apríl sama árs.

Heimildir

breyta
   Þessi samgöngugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES