Borðtennis er íþrótt þar sem tveir eða fjórir leikmenn slá léttan lítinn bolta milli sín með spöðum. Leikurinn fer fram á sérstöku borðtennisborði sem skipt er í miðjunni með lágu neti. Boltinn verður að skoppa einu sinni á öðrum helmingnum áður en hann er sleginn yfir á þann næsta. Ef leikmanni tekst ekki að slá boltann yfir á hinn helminginn vinnur andstæðingurinn stig. Borðtennis er hraður leikur og krefst stöðugrar einbeitingar. Góður leikmaður getur sett snúning á boltann og gert andstæðingnum þannig erfitt fyrir að ná honum.

Keppni í borðtennis

Borðtennis varð til í Bretlandi á 9. áratug 19. aldar og var leikinn af bresku yfirstéttinni. Upphaflega var netið röð af bókum sem stillt var upp á miðju borðinu, boltinn efri hlutinn af kampavínstappa og spaðarnir lok af vindlakössum.

Alþjóðlega borðtennissambandið var stofnað 1926 til að hafa yfirumsjón með alþjóðlegum mótum. Borðtennis varð ólympíugrein árið 1988. Á Ólympíuleikunum er keppt í fjórum flokkum: einliðaleik og liðakeppni karla og kvenna.

  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES