Brú er mannvirki sem oftast spannar illfært bil milli tveggja staða, hvort sem er yfir á, gil, gjótu, dal, veg, stöðuvatn eða sjó. Fyrstu brýrnar voru úr viði, trjádrumbar, síðar voru steinar notaðir til brúarsmíði og loks stál og steinsteypa.