Brazzaville
Brazzaville er höfuðborg og stærsta borg Lýðveldisins Kongó og stendur við Kongófljót. Sunnan við fljótsbakkann er Kinsasa, höfuðborg Austur-Kongó. Engar tvær höfuðborgir í heimi eru nær hver annarri en Brazzaville og Kinsasa, sem eru í reynd hluti af sama stórborgarsvæðinu.
Brazzaville | |
---|---|
Land | Vestur-Kongó |
Íbúafjöldi | 2.145.783 (2023) |
Flatarmál | 100 km² |
Póstnúmer | |
Vefsíða sveitarfélagsins | http://www.mairiedebrazzaville.com/ |
Árið 2014 var íbúafjöldi borgarinnar 1,8 milljónir manna. Rúmlega þriðjungur íbúa landsins búa í Brazzaville og fer þar fram 40% af allri atvinnu sem ekki tengist landbúnaði. Hún er einnig efnahags- og stjórnsýsluleg miðja landsins.
Borgin heitir eftir ítalska landkönnuðinum Pierre Savorgnan de Brazza sem stofnsetti borgina árið 1880 upp úr smábænum Ntamo.