Brigitte Bardot

frönsk leikkona og söngkona

Brigitte Bardot (bʁiʒit baʁˈdo) (28. september 1934) er frönsk leikkona, fyrrverandi tískusýningarstúlka, ljósmyndafyrirsæta og söngvari og kyntákn á 6. og 7. áratug 20. aldar. Hún er ákafur dýraverndarsinni og hefur barist fyrir því að selveiðar verði bannaðar. Hún hefur verið tilnefnd til BAFTA-verðlaunanna og var í hópi 100 kvikmyndaleikkvenna sem Empire magazine tilnefndi sem heitustu kyntáknin í kvikmyndasögunni.

Brigitte Bardot árið 1962.

Eftir að hún hætti kvikmyndaleik á áttunda áratug síðustu aldar hóf hún að starfa í þágu dýraverndar og gerir það enn. Á 10. áratugnum hóf hún að ræða pólitísk málefni eins og innflytjendamál og íslam í Frakklandi og samkynhneigð.

Hún hefur verið gift fjórum mönnum. Fyrsti maður hennar var Roger Vadim (1952-1957), annar var Jacques Charrier (1959-1962), sá þriðji Gunter Sachs (1966-1969) og loks Bernard d'Ormale frá 1992.

  NODES