Brittany Murphy
Brittany Murphy (10. nóvember 1977 – 20. desember 2009) var bandarísk leik- og söngkona. Hún lék meðal annars í Clueless, Girl Interrupted, 8 Mile, Uptown Girls,Sin City, Happy Feet og Riding in Cars with Boys. Hún talaði einnig fyrir Luanne Platter í teiknimyndaseríunni King of the Hill.
Brittany Murphy | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | 10. nóvember 1977 Atlanta, Georgíu, Bandaríkjunum |
Dáin | 20. desember 2009 (32 ára) Los Angeles, Kaliforníu, Bandaríkjunum |
Ár virk | 1991–2009 |
Maki | Simon Monjack (frá 2007) |
Æska
breytaBrittany Murphy fæddist í Atlanta í Georgíu þann 10. nóvember 1977. Foreldrar hennar, Sharon Murphy og Angelo Bertolotti, skildu þegar hún var tveggja ára gömul og ólst Brittany upp hjá móður sinni í Edison í New Jersey og seinna í Los Angeles en þær fluttu þangað svo að Brittany gæti byrjað leikferil. Brittany sagði að móðir hennar hefði aldrei reynt að stoppa hugmyndaflug hennar og hún hugsaði um móður sína sem mikilvægan þátt í velgengni sinni: „Þegar ég bað mömmu mína um að flytja til Kaliforníu, seldi hún allt og flutti hingað fyrir mig ... Hún trúði alltaf á mig“. Móðir Brittany er af írskum og Austur-evrópskum ættum og faðir hennar er ítalsk-amerískur. Hún var alin upp sem baptisti en varð seinna kristin án tengsla við tiltekna kirkjudeild.
Leiklistin
breytaBrittany fékk fyrsta hlutverkið sitt í Hollywood þegar hún var fjótán ára sem Brenda Drexell í þáttaröðinni Drexell's Class. Síðan lék hún Molly Morgan í skammlífu þáttaröðinni Almost Home. Hún lék síðan gestahlutverk í nokkrum sjónvarpsþáttum, meðal annars Parker Lewis Can't Lose, Blossom og Fraiser. Hún lék síðan aukahlutverk í þáttunum Sister, sister; Party of Five og Boy Meets World. Árið 1997 byrjaði hún að tala fyrir karakterinn Luanne Platter (einnig yngri útgáfuna af Joseph Gribble) í langlífu teiknimyndaþáttaröðinni King of the Hill.
Brittany lék í nokkrum kvikmyndum, meðal annars Clueless (1995); Girl, Interrupted (1999); Drop Dead Gorgeous (1999); Don't Say a Word (2001); sjónvarps-útgáfunni af The Devilðs Arithmetic (2001); 8 Mile (2002) og Uptown Girls (2003) ásamt mörgum öðrum minna þekktum myndum, svo sem Spun (2003). Árið 2004 lék hún í rómantísku gamanmyndinni Little Black Book og hinni gagnrýndu Sin City (2005). Hún lék í tveimur Edward Burns myndum: Sidewalks of New York (2001) og The Groomsmen (2006). Árið 2009 var hún ráðin í sjónvarpskvikmyndina Tribute sem aðalpersónan, Cilla. Hún átti að leika í Sylvester Stallone kvikmynd, The Expendables sem kemur út 2010.
Brittany var líka radd-leikari. Hún talaði fyrir persónuna Luanne Platter í King of the Hill í öllum þáttunum. Hún talaði einnig fyrir mörgæsina Gloriu í Happy Feet. Hún var tilnefnd til Annie-verðlauna fyrir leik sinn í King of the Hill.
Tónlist og fyrirsætustörf
breytaHún var í hljómsveit sem hét Blessed Soul með leikaranum Eric Balfour snemma á 10. áratugnum. 6. júní 2006 gáfu Brittany og Paul Oakenfold út smáskífu sem hét Faster Kill Pussycat og varð lagið vinsælt.
Hún fiktaði aftur við tónlistina í kvikmyndinni Happy Feet, þar sem hún söng Queen-lagið Somebody to Love og Earth, Wind & Fire-lagið Boogie Wonderland.
Árið 2005 skrifaði Brittany undir samning við Jordache gallabuxnafyrirtækið.
Einkalíf
breytaSeinnipart ársins 2002 byrjaði Brittany með leikaranum Ashton Kutcher en þau léku saman í Just Married. Eftir að hafa verið trúlofuð umboðsmanninum Jeff Kwatinetz, trúlofaðist hún Joe Macaluso í desember 2005, framleiðanda sem hún hitti þegar hún var að leika í Little Black Book. Í ágúst 2006 slitu þau trúlofuninni. Í maí 2007 giftist Brittany handritshöfundinum Simon Monjack í lítilli gyðinga-athöfn.
Brittany var með sykursýki 2.
Dauði
breytaKlukkan átta að morgni, þann 20. desember 2009 var hringt í slökkviliðið í Los Angeles vegna læknisaðstoðar sem var þarfnast á heimili Brittany og Simons. Hún hafði hnigið niður á baðherberginu. Slökkviliðsmenn reyndu að endurlífga hana á staðnum en hún var fljótlega flutt á Cedar-Sinai spítalann, þar sem hún var sögð látin við komuna klukkan fjórar mínútur yfir tíu. Orsök dauða hennar var ofneysla lyfja ( drug overdose)