Byltingarsinnaði stofnanaflokkurinn

Mexíkóskur stjórnmálaflokkur

Byltingarsinnaði stofnanaflokkurinn (spænska: Partido Revolucionario Institucional eða PRI) er mexíkóskur stjórnmálaflokkur sem var stofnaður árið 1929 í kjölfar mexíkósku byltingarinnar. Hann hét upphaflega Partido Nacional Revolucionario (Þjóðlegi byltingarflokkurinn) en var endurnefndur árið 1946 og þá kallaður Byltingarsinnaði stofnanaflokkurinn, betur þekktur sem PRI. Undir stjórn ýmissa leiðtoga hafði PRI-flokkurinn völdin í ríkinu í höndum sér til ársins 2000. Á árunum 1929 til 1982 vann PRI-flokkurinn allar forsetakosningarnar með vel yfir 70 prósent atkvæða en þessar niðurstöður fengust þó yfirleitt með miklum kosningasvikum.

Byltingarsinnaði stofnanaflokkurinn
Partido Revolucionario Institucional
Formaður Alejandro Moreno Cárdenas
Aðalritari Carolina Viggiano Austria
Stofnár 1929; fyrir 96 árum (1929)
Höfuðstöðvar Av. Insurgentes Norte 59 col. Buenavista 06359 Cuauhtémoc, Mexíkóborg
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Þjóðernishyggja, stjórnarskrárhyggja, tækniveldishyggja, efnahagsfrjálslyndi
Einkennislitur Grænn  
Sæti á neðri þingdeild
Sæti á efri þingdeild
Vefsíða pri.org.mx

Fyrstu fjórir áratugir valdatíðar PRI eru kallaður „mexíkóska kraftaverkið“, því á þeim tíma var mikill hagvöxtur í landinu. Á árunum 1940 til 1970 jókst landsframleiðsla sexfalt. Eftir nokkra áratugi við völd var PRI þó orðinn tákn um spillingu og kosningasvik.[1] Á 8. áratugnum var Partido Accionario Nacional (PAN) stofnaður. Hann stækkaði með árunum því hann náði að afla sér stuðnings frá kaupsýslumönnum eftir að náð endurteknum efnahag eftir kreppu.

Perúski rithöfundurinn Mario Vargas Llosa kallaði stjórn PRI-flokksins eitt sinn „hið fullkomna einræði“, einkum vegna þess að flokknum tókst að halda völdum með því að skipta um forseta á sex ára fresti.[2]

PRI er félagi í Alþjóðasambandi jafnaðarmanna. Annar mexíkóskur flokkur, PRD, er einnig vinstriflokkur. Það gerir Mexíkó eina af fáum þjóðum sem er með tvo helstu samkeppnisflokka í sömu alþjóðalegu samtökunum. PRI er reyndar ekki talinn vera sósíalistaflokkur í hefðbundum skilningi. Nútímastefnu hans er lýst sem einhvers konar miðjustefnu, hún er hvorki meiri hægri- né vinstri stefna.

Tilvísanir

breyta
  1. Ingólfur Margeirsson (12. maí 1995). „Ráðist gegn risaeðlunum“. Alþýðublaðið. bls. 8-9.
  2. „Endalok hins „fullkomna einræðis". Morgunblaðið. 4. júlí 2000. bls. 25.
  NODES
languages 1
os 4