Catherine Booth (17. janúar 18294. október 1890) var annar stofnenda Hjálpræðishersins en hún lagði grunn að hreyfingunni með manni sínum William Booth. Hún hefur vegna áhrifa sinna verður kölluð móðir Hjálpræðishersins. Catherine fæddist í Ashbourne, Derbyshire á Englandi. Foreldrar hennar, John Mumford og Sarah Milward voru meþódistar. Faðir hennar var prédikari og vann við vagnagerð. Fjölskylda hennar flutti til Boston, Lincolnshire og síðar til Brixton í London. Catherine var alvörugefin og næm og trúhneigð. Sagt er að hún hafi lesið alla Biblíuna átta sinnum áður en hún varð 12 ára.

Catherine Booth
  NODES
Done 1