Charlotte Amalie (Bandarísku Jómfrúaeyjum)

Charlotte Amalie er um 14 þúsund manna bær á eyjunni Saint Thomas og höfuðborg Bandarísku Jómfrúaeyja. Bærinn stendur við náttúrulega djúpa höfn í skjóli frá Hassel-eyju. Þar hefur lengi verið byggð en árið 1666 var formlega stofnaður bær sem nefndist Taphus („ölhús“) á dönsku. Danska Vestur-Indíafélagið tók við stjórn bæjarins 1671 og 1691 var hann nefndur Charlotte Amalie eftir drottningunni Charlotte Amalie af Hessen-Kassel. Nú er bærinn vinsæll viðkomustaður skemmtiferðaskipa.

Charlotte Amalie á Bandarísku Jómfrúaeyjum.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
languages 1
os 1