Chris Kyle (8. apríl 1974 – 2. febrúar 2013) var bandarískur sérsveitamaður. Hann fór í fjórar herferðir til Íraks á meðan á Íraksstríðinu stóð. Kyle var ein besta leyniskytta sem uppi hefur verið. Hann var giftur Tayu Kyle og átti með henni tvö börn.

Chris Kyle, janúar 2012

Æviágrip

breyta

Chris Kyle fæddist og ólst upp í Odessa í Texas. Hann lærði við Tarleton State University í Stephenville í Texas, þar sem hann lærði búvísindi í tvö ár áður en hann hóf vinnu á búgarði.

Herþjónusta

breyta

Chris var í bandaríska hernum í 10 ár, frá árinu 1999 til 2009. Á þessum tíma fór hann í fjórar ferðir til Írak. Hann var annálaður fyrir skotfimi sína, jafnt af samherjum sínum og andstæðingum. Íraskir uppreisnamenn kölluðu hann „djöfulinn í Ramadi“ og settu 20.000 dollara honum til höfuðs.

Chris fékk fjölda heiðursmerkja, þar á meðal eina silfur- og fjórar bronsstjörnur. Sjálfur sagðist hann hafa drepið 255 manns, en bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur þó aðeins staðfest 160 þeirra.

Eftir herþjónustu

breyta

Chris hætti í hernum árið 2009 og flutti til Midlothian í Texas með eiginkonu sinni og tveimur börnum.

Bók/Mynd

breyta

2. janúar 2012 gaf hann út sjálfsævisögu sína, American Sniper: The Autobiography of the Most Lethal Sniper in U.S. Military History. Bókin seldist í yfir 1,2 milljón eintökum, þar af 700.000 árið 2015. Hún náði efsta sætinu á flestum metsölulistum, þar á meðal The New York Times, Publisher Weekly, USA Today og náði öðru sæti á Amazon. Árið 2014 var kvikmyndin American Sniper frumsýnd, sem er lauslega byggð á bók Chris. Leikstjóri myndarinnar og framleiðandi var Clint Eastwood og Bradley Cooper lék Chris Kyle. American Sniper var tilnefnd til sex Óskarverðlauna, þar á meðal fyrir bestu myndina. Hún hlaut Óskarinn fyrir hljóðvinnslu.

Chris Kyle var skotinn til bana þann 2. febrúar 2013 ásamt félaga sýnum Chad Littlefield, á skotsvæði fyrri utan Fort Worth í Texas. Eddie Ray Routh, sem var fyrrum hermaður með langa sögu af geðsjúkdómum að baki var síðar sakfelldur fyrir morðin. 7000 manns mættu í minningarathöfn hans sem haldin var í Cowboy Stadium í Arlington í Texas. Chris Kyle er jarðaður í ríkiskirkjugarðinum í Texas.

Heimildir

breyta
  NODES
languages 1
OOP 1
os 1