Chris Vance (fæddur, 30. desember 1971) er enskur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Prison Break, All Saints og Mental.

Chris Vance
Chris Vance
Chris Vance
Upplýsingar
Fæddur30. desember 1971 (1971-12-30) (52 ára)
Ár virkur1998 -
Helstu hlutverk
Sean Everleigh í All Saints
James Whistler í Prison Break
Jack Gallagher í Mental

Einkalíf

breyta

Vance er fæddur og uppalinn í London, Englandi en ólst einnig upp á Írlandi. Stundaði hann nám við háskólann í Newcastle og útskrifaðist þaðan með gráðu í byggingaverkfræði.

Ferill

breyta

Sjónvarp

breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Vance var árið 1998 í Kavanagh QC. Hefur hann komið fram í þáttum á borð við Stingers, Rizzoli & Isles, Fairly Legal og The Bill. Á árunum 2005 – 2007 þá lék hann í All Saints sem Sean Everleigh. Lék hann stór gestahlutverk í Prison Break sem James Whistler, í Burn Notice sem Mason Gilroy og í Dexter sem Cole Harmon.

Kvikmyndir

breyta

Vance hefur leikið í tveimur kvikmyndum Macbeth og Sexy Thing.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2006 Sexy Thing Faðir
2006 Macbeth Rannsóknarfulltrúinn Caithness
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1998 Kavanagh QC Yob Þáttur: Briefs Tropping Gaily
2001 Peak Practice John / SHO 2 þættir
2002 The Bill Tölvusérfræðingur Þáttur: 011
2003 Doctors Charles Þáttur: As Time Goes By
2003 Blue Heelers Andrew Purkiss Þáttur: Safety Last
2004 Stingers Sean Hunter 6 þættir
2005 The Secret Life of Us Piers 3 þættir
2005-2007 All Saints Sean Everleigh 54 þættir
2007-2008 Prison Break James Whistler 14 þættir
2009 Mental Jack Gallagher 13 þættir
2010 Burn Notice Mason Gilroy 5 þættir
2010 Dexter Cole Harmon 4 þættir
2011 Fairly Legal Paul Shelton Þáttur: Ultravinyl
2011 Rizzoli & Isles Sgt. Major Casey Jones 2 þættir
2012 Transporter Frank Martin 7 þættir
Í eftirvinnslu

Tilvísanir

breyta

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta
  NODES