Dóra S. Bjarnason (f. 20. júlí 1947 - d. í ágúst 2020)[1] var prófessor emeritus í félagsfræði og fötlunarfræði/skólastefnu sem kennd hefur verið við skóla án aðgreiningar á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.[2]

Ferill

breyta

Dóra lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1967, BA prófi í félagsfræði við Manchesterháskóla, MA prófi við Keele háskóla og Dr. philos í fötlunarfræði-sérkennslu frá Oslóarháskóla 2003. Haustið 1971 hóf hún störf við Kennaraháskóla Íslands sem stundakennari, var fastráðin 1981. Hún var prófessor við Kennaraháskólann 2004 sem haustið 2008 varð Menntavísindasvið Háskóla Íslands.[3]

Þá var hún einnig gestakennari við fjölmarga erlenda háskóla. Til dæmis var hún gistiprófessor við Girona Háskóla í Kataloniu á Spáni vormisserið 2019, gistiprófessor við Chapman University í Kaliforníu 15. mars til 15. maí 2009, við Stirling University í Skotlandi og við London Institute of Education (haust) 2006. Árið 1991 var hún gestafyrirlesari við Victoria háskóla í Nýja-Sjálandi og við Melbourne háskóla í Ástralíu. Enn fremur var hún gistiprófessor við Danmarks Pedagogiske Universitet. 2000-2001, 2004 (vor), 2006 (vor) og við Syracuse háskólann í New York fylki og University of Oregon 1985-86.[4]

Rannsóknir

breyta

Rannsóknir Dóru voru einkum á sviði félagsfræði menntunar, fötlunarfræði og skólastefnunnar skóli án aðgreiningar, sögu og afrakstri sérkennslu, jaðarsetningu fatlaðs fólks, og á reynslu þriggja kynslóða fatlaðra ungmenna af skóla og samfélagi samfara breytingum á kerfislægum og almennum stuðningi við það á ungum fullorðinsárum. Þá hefur hún líka unnið að samanburðarrannsókn á reynslu foreldra fatlaðra barna af formlegum og óformlegum stuðningi við fjölskyldur vegna fötlunar á tímabilinu 1974 til 2004 og samskonar reynslu innlendra og erlendra foreldra eftir hrun. Einnig hefur hún kannað nokkuð meðgöngu og tækni og spurninguna: Í hverju felst stuðningur við verðandi foreldra ef grunur leikur á “fósturskaða”? Frá aldamótum 2000 lagði hún áherslu á að fjalla um stefnumótun í menntamálum, jaðarsetningu mismunandi hópa og tengjast skrif hennar ofangreindu og hugmyndum um lýðræði, mannréttindi og menntun.[5]

Dóra var í ritstjórn nokkurra bóka, síðast Skóla margbreytileikans Geymt 24 júní 2019 í Wayback Machine sem kom út 2016 og eftir hana liggja einnig fjöldi fræðibóka og fræðigreina. Árið 1996 sendi Dóra frá sér bókina Und­ir huliðshjálmi – Sag­an af Bene­dikt, sem fjallaði um lífs­hlaup þeirra hennar og sonar hennar Benedikts Hákons Bjarnasonar sem fæddist árið 1980 og er fatlaður. Árið 2019 sendi hún frá sér bók­ina Brot – Kon­ur sem þorðu, sem fjallaði um lífs­hlaup þriggja kyn­slóða kvenna á tíma­bil­inu 1867 til 2004.[1]

Stjórnun og nefndarstörf

breyta

Dóra sat í ýmsum nefndum og ráðum fyrir Kennaraháskóla Íslands og síðar Háskóla Íslands.[4] Hún var t.d. formaður stjórnar Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar[6] og árið 2016 var hún tilnefnd af deildarráði Uppeldis- og menntunarfræðideildar í doktorsráð Menntavísindasviðs.[7]

Hún var í dómnefnd fyrir aðlþjóðlegu verðlaunanna UNESCO/Emir Jaber al-Ahmad al-Jaber al–Sabah Prize frá 2012 til 2016.[8][9] Þau verðlaun eru veitt fyrir framúrskarandi verkefni á heimsvísu á sviði skóla margbreytileikans.[10]

Viðurkenningar

breyta

Dóra hlaut ýmsar viðurkenningar og var meðal annars Morris Ginsberg fellow við London School of Economics 1977-1978.

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 Mbl.is, „Andlát: Dóra S. Bjarnason“, (skoðað 8. ágúst 2020)
  2. Háskóli Íslands. (e.d.). Dóra S. Bjarnason. Prófessor emeritus í félags-, fötlunar- og sérkennslufræðum. Námsbrautarstjóri: S. Sótt 23. júní 2019 af: https://www.hi.is/starfsfolk/dsb[óvirkur tengill]
  3. Dóra S. Bjarnason. (e.d.) Æviágrip Dóru. Sótt 21. júní 2019 af: http://vefir.hi.is/dsb/forsi%c3%b0a/%c3%a6viagrip-doru/ Geymt 26 desember 2014 í Wayback Machine
  4. 4,0 4,1 „Dóra S. Bjarnason. Helstu störf“. Sótt 23. júní 2019.
  5. Vísindavefurinn. (2018). Hvaða rannsóknir hefur Dóra S. Bjarnason stundað? Sótt 21. júní 2019 af: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=76370
  6. Visir.is. (2009, 18. nóvember). Verðum að skerpa sýn okkar og vita hvert stefnir. Sótt 22. júní 2019 af: https://www.visir.is/g/2009683087281
  7. Háskóli Íslands. (2016). Handbók um doktorsnám við Menntavísindasvið. Reykjavík: Háskóli Íslands. Sótt 22. júní 2019 af: https://www.hi.is/sites/default/files/solrunb/handbok_endurskodud_mars_2017.pdf
  8. YouTube.com. (2013). DóraS Bjarnason. Sótt 23. júní 2019 af: https://www.youtube.com/watch?v=Nhn2Qx_EXwo
  9. Fréttablaðið. (2012, 19. mars). Dóra S. Bjarnason: Á meðal prins og prinsessa í Kúvæt. Vorum fullkomlega sammála. Fréttblaðið (bls. 14). Sótt 23. júní 2019 af: https://www.visir.is/paper/fbl/120319.pdf
  10. UNESCO. UNESCO/Emir Jaber al-Ahmad al-Jaber al–Sabah Prize for Digital Empowerment of Persons with Disabilities. Sótt 23. júní 2019 af: https://en.unesco.org/prizes/digital-empowerment

Bækur

breyta
  NODES
languages 1
mac 3
os 5