Domenico Modugno
Domenico Modugno (9. janúar 1928 – 6. ágúst 1994) var ítalskur leikari, söngvari, gítarleikari og lagahöfundur, og síðar á ævinni þingmaður á ítalska þinginu. Hann er frægastur fyrir lagið „Nel blu dipinto di blu“ (stundum kallað „Volare“) sem hann samdi ásamt Franco Migliacci. Þetta lag varð vinningslag á Sanremo-tónlistarhátíðinni árið 1958, lenti í þriðja sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og vann tvenn Grammy-verðlaun. Hann tók aftur þátt í söngvakeppninni árið eftir með lagið „Piove“, síðan sem höfundur lagsins „Addio, addio“ sem Claudio Villa flutti 1962 og aftur 1966 með lagið „Dio, come ti amo“.
1986 hóf hann þátttöku í stjórnmálum í róttæka flokknum og var kosinn á þing fyrir Tórínó árið eftir.