Dopplerhrif
breyting á tíðni og bylgjulengd hljóð- eða ljósgjafa á hreyfingu, eins og þau eru numin af athuganda
Dopplerhrif eða Dopplerfærsla er breyting á tíðni og bylgjulengd hljóð- eða ljósgjafa á hreyfingu, eins og þau eru numin af athuganda. Nota má dopplerhrif til að reikna út hraða þess sem nálgast eða fjarlægist athuganda. Dopplerhrif eru nefnd í höfuðið á Christian Doppler.