Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu

Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu er fulltrúi Ekvador í knattspyrnu og er stjórnað af knattspyrnusambandi lands síns. Ekvador gekk til liðs við alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA árið 1926 og suður-ameríska sambandið CONMEBOL ári síðar. Liðið hefur löngum staðið í skugga stærri nágranna sinna í álfunni og til að mynda best náð fjórða sæti á Copa América, í bæði skiptin á heimavelli. Ekvador tók fyrst þátt í úrslitakeppni HM í knattspyrnu árið 2002.

Ekvadorska karlalandsliðið í knattspyrnu
Merki landsliðsins
Íþróttasamband(Spænska: Federación Ecuatoriana de Fútbol) (Knattspyrnusamband Ekvador)
ÁlfusambandCONMEBOL
ÞjálfariGustavo Alfaro
FyrirliðiEnner Valencia
FIFA sæti
  Hæst
  Lægst
36 (26. október 2023)
10 (júní 2013)
71 (nóvember 2017)
Heimabúningur
Útibúningur
Fyrsti landsleikur
1-1 gegn Bólivíu, (8. ágúst, 1938)
Stærsti sigur
6-0 á móti Perú (22. júní 1975)
Mesta tap
0-12 gegn Argentínu (22. janúar 1942)
 
Landslið Ekvador árið 1945.

Almennt er miðað við að knattspyrna hafi komið til Ekvador með Juan Alfredo Wright sem stundað hafði háskólanám á Englandi. Árið 1899 stofnaði hann fyrsta knattspyrnufélag landsins ásamt Roberto bróður sínum, Guayaquil Sport Club. Með auknum vinsældum íþróttarinnar fjölgaði félögum og landsknattspyrnusamband var stofnað á árinu 1925.

Ekvador bauðst að senda lið til þátttöku á fyrsta heimsmeistaramótinu í Úrúgvæ 1930 Bólívörsku leikunum sem haldnir voru í tilefni af 400 ára afmæli kólumbísku borgarinnar Bógóta árið 1938. Fyrsti leikurinn var 1:1 jafntefli gegn Bólivíu og hreppti Ekvador að lokum bronsverðlaun í mótinu.

Ekvador tók fyrst þátt í Copa América árið 1939. Í fyrstu tólf skiptin dró liðið sig í þrígang úr kepppni en hafnaði í hin níu skiptin í neðsta eða næstneðsta sæti. Árið 1959, á heimavelli, gekk þó betur og Ekvador náði fjórða sæti - raunar af einungis fimm liðum - en liðið gerði m.a. jafntefli við sterkt lið Argentínu. Frammistaðan varð til þess að Ekvador ákvað að skrá sig í fyrsta sinn til þátttöku í forkeppni HM í Síle 1962, en féll úr leik eftir tvo leiki gegn Argentínumönnum.

Löng bið eftir úrslitakeppni

breyta
 
Portúgalska goðsögnin Eusébio á í höggi við Jefferson Camacho í landsleik árið 1972.

Fyrir HM 1966 þurfti hreinan úrslitaleik við Síle til að ákvarða hvort liðið kæmist til Englands. Næstu sjö forkeppnir var Ekvador aldrei nærri því að komast áfram. Yfirleitt var keppt í 3-4 liða riðlum og hafnaði ekvadorska liðið oftar en ekki í neðsta sæti. Ekki var árangurinn mikið betri í Copa America, ef frá er talið árið 1993 þar sem Ekvador - aftur á heimavelli - jafnaði sinn besta árangur: fjórða sæti.

Í forkeppni HM 1998 var tekið upp nýtt keppnisfyrirkomulag, þar sem öll Suður-Ameríkulöndin léku í einni deild með tvöfalda umferð. Lið Ekvador sýndi talsverðar framfarir frá fyrri keppnum og átti tölfræðilegan möguleika á að komast áfram fyrir lokaumferðina, það gekk ekki eftir en ljóst var að bjartari tímar væru í vændum.

Ekvador var spútniklið forkeppninnar fyrir HM 2002, höfnuðu í öðru sæti á eftir Argentínu og höfðu tryggt sér sætið í Japan og Suður-Kóreu vel áður en forkeppninni lauk. Frumraunin hefði þó varla getað verið strembnari með Ítali, bronslið Króata frá fyrra heimsmeistaramóti og Mexíkó í riðli. Töp gegn Mexíkó og Ítalíu í tveimur fyrstu leikjunum gerðu út um allar vonir um sæti í 16-liða úrslitum. Heiðrinum var þó bjargað með sigri á Króötum í lokaleiknum, sem kostuðu þá síðarnefndu sætið í næstu umferð.

Besti HM-árangurinn

breyta

Ekvador mætti reynslunni ríkara á HM 2006 í Þýskalandi. Sigrar á Pólverjum og Kosta Ríka í tveimur fyrstu leikjunum gerði það að verkum að 3:0 tap gegn heimamönnum kom ekki að sök. Mótherjarnir í 16-liða úrslitum voru Englenndingar. Eftir hörkuleik skildi mark frá David Beckham liðin að og HM-draumurinn ver úti í það skiptið.

Forkeppni HM 2010 olli vonbrigðum. Ekvador tapaði tveimur síðustu leikjum sínum og missti af umsspilssæti með einu stigi. Frammistaðan í Copa America var ekki betri, en í tíu keppnum frá árinu 1997 hefur Ekvador aldrei tekist að vinna meira en einn leik.

Lið Ekvador komst á ný í úrslitakeppni HM 2014 í Brasilíu. Í fyrsta leiknum á móti Sviss skoruðu mótherjarnir 2:1 sigurmark á þriðju mínútu uppbótartíma. Tapið reyndist dýrkeypt þar sem jafntefli á móti Hondúras og markalaust jafntefli gegn Frökkum þýddi að þriðja sætið í riðlinum varð niðurstaðan.

Kærumál og meintar falsanir

breyta

Um tíma virtist Ekvador öruggt um sæti á HM í Rússlandi 2018 og unnu til að mynda Argentínumenn á útivelli. Á síðasta þriðjungnum datt botninn úr spili liðsins sem tapaði sex síðustu leikjunum.

Ekvador hóf forkeppni HM í Katar sem næstneðst þátttökuþjóðanna tíu á heimslista FIFA. Frammistaðan var vonum framar og liðið náði fjórða sætinu. Fljótlega bárust þó fregnir af kæru Sílemanna til FIFA, þar sem Ekvador var gefið að sök að hafa teflt fram í nokkrum leikjum leikmanni með falsað vegabréf, þar sem hann hefði í raun fæðst í Kólumbíu. Hefði verið fallist á kröfur Sílemanna hefðu Ekvador haft sætaskipti við Síle og HM-farseðillinn því runnið þeim úr greipum.

Möguleikar Ekvador í úrslitakeppninni voru taldir ágætir, þar sem liðið fékk slakt landslið heimamanna í sinn riðil. Tvö mörk frá Enner Valencia tryggðu sigur á Katar í opnunarleik mótsins. Valencia var aftur að verki í 1:1 jafntefli gegn Hollandi í næsta leik. Ekvador og Senegal mættust loks í hreinum úrslitaleik um annað sætið sem gaf þátttökurétt í 16-liða úrslitunum. Afríkumennirnir höfðu betur 2:1 eftir hörkuleik.

Þekktir leikmenn

breyta
  NODES
Done 1
jung 1
jung 1