Enka er vinsæl japönsk tónlistarstefna og líkist helst hefðbundnum japönskum tónlistarstíl. Nútíma enka er hins vegar svipuð nýlegri tónlist sem Japanir þekkja í dag. Nútíma enka kom á sjónarsviðið í kringum 1969 og manneskjan sem gerði það frægt var hún Fuji Keiko.

Fuji Keiko

breyta

Fuji Keiko var fræg enkasöngkona í Japan á sjöunda áratugnum. Hún er eiginkona Utada Teruzane og svo er hún móðir hennar Utada Hikaru. Skírnarnafn hennar var Abe Junko. Utada fjölskyldan var öll í tónlist og var Keiko aðalsöngvari í þessu fjölskyldu verkefni. Fuji Keiko fæddist þann 5. júlí árið 1951 í Iwate og ólst svo upp í Hokkaido. Faðir hennar hét Abe Souji og hann var roukyoku söngvari á meðan mamma hennar spilaði á shamisen og var það hennar atvinna. Keiko ólst upp mikið ein þar sem foreldrar hennar voru bæði í tónlist og voru oftar en ekki að túra um Hokkaido og Tohoku. Einu sinni þegar faðir hennar varð mjög veikur fyrir tónleika á Hokkaido, Fuji ákvað að fylla í skarðið fyrir föður sinn. Á tónleikunum gerðist mikilvægur hlutur fyrir Fuji og feril hennar, vel þekktur rithöfundur heyrði hana syngja og stakk upp á því við hana eftir tónleikana að hún skyldi flytja til Tókýó og verða sönkona þar. Árið 1969 í september söng lagið Shinjuku no onna sem varð virkilega vinsælt. Næstu lög hennar sem hún gaf út urðu líka gríðarlega vinsæl en það voru þau Onna no blues og Keiko no yume wa yoru Hiraku og hjálpuðu þau henna upp frægðarstigann. Þessi lög fóru á listan hjá Oricon og sátu þar í fyrsta og öðru sæti í 40 vikur sem er það mesta í tónlistarsögu Japans. Eftir tíu ár í tónlistarbransanum ákvað Fuji að hætta og flytja til New York. Þar kynntist hún Utada Tezurane en þau urðu fljótt gift og árið 1983 fæddi hún þeirra einkabarn Utada hikaru. Þrátt fyrir að þau hjónin hafi skilið á einhverjum tímapunkti þá giftu þau sig aftur árið 2005.

Alþjóðlegt enka

breyta

Enka hefur haft mjög mikil áhrif á tónlist í Taívan sem var einu sinni hluti af Japan. Sarabjit Singh Chadha var fyrsti enkasöngvarinn sem var ekki japanskur. Það er ekki bara pólutík sem hjálpar að sameina lönd heldur líka tónlist eða svo segir Sarabjit Singh Chadha. Chadha er virkilega frægur í Japan og þekkja flestir nafn hans þar. Þó að Chadha sé viðskiptamaður í Delhi og er bara þekktur fyrir það þar, þá er hann vinsæll enkasöngvari í Japan. Hann byrjaði að syngja enka tónlist á sjöunda áratugnum og var þá einungis nemi í Japan en þurfti að hætta vegna lanvistarleyfið hafði runnið út og í 30 þá söng hann alls ekki neitt. En í endurkomu hans árið 2008 fékk hann góðar móttökur frá Japan í sambandi við tónlist sína.

  NODES
Done 1
punk 1