Eragon er fyrsta skáldsagan í bókaflokknum Arfleifðin eftir bandaríska fantasíuhöfundinn Christopher Paolini. Hann hóf að semja bókina eftir að hann útskrifaðist úr grunnskóla, 15 ára gamall. Foreldrar hans ákváðu að gefa bókina út sem sjálfsútgáfu árið 2001, en 2003 var hún endurútgefin af bókaforlaginu Alfred A. Knopf. Árið 2005 kom út framhaldsbók, Öldungurinn, og síðan Brísingur (2008) og síðast Eragon arfleifðin (2011).

Eragon
HöfundurChristopher Paolini
ÞýðandiGuðni Kolbeinsson
Hönnuður kápuJohn Jude Palencar
LandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
TungumálEnska
StefnaFantasía
ÚtgefandiPaolini LLC (fyrsta útgáfa), Alfred A. Knopf
JPV (á Íslandi)
Útgáfudagur
2002 (fyrsta útgáfa), 26. ágúst 2003 (Knopf)
ISBNISBN 9979791004
FramhaldÖldungurinn 

Bókin fjallar um 16 ára drekariddara frá landinu Algesíu. Hann veit ekki hverjir foreldrar sínir eru. Hann var alinn upp hjá móðurbróður sínum, Garrow, og fjölskyldu hans. Þegar Eragon er eitt sinn að veiða uppi á Hrygg finnur hann fallegan bláan stein sem hann tekur með sér heim. Hann reynir að selja steininn en það gengur illa, sérstaklega vegna þess að fólkið í þorpinu hans, Carvahall, er ekki mjög hrifið af Hrygg. Síðan kemur í ljós að steinninn fagri er drekaegg og úr honum klekst dreki sem Eragon nefnir Safíru. Eragon elur hann upp með leynd en þegar útsendarar Veldisins fara á stjá og drepa Garrow neyðist Eragon til að flýja ásamt drekanum sínum og sagnaþulinum Brom. Eragon er hugrakkur og heiðarlegur, stundum svolítið seinheppinn og ef hann nyti ekki aðstoðar Brom og Safíru mætti hann sín lítils gegn illa konunginum Galbatorix.

Bókin var þriðja mest selda barnabók í harðspjaldaútgáfu 2003 og önnur mest selda kiljan árið 2005. Kvikmynd byggð á bókinni var frumsýnd í desember árið 2006. Guðni Kolbeinsson þýddi bækurnar á íslensku. Þær komu út hjá JPV Forlagi 2005 til 2012.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES