Evika Siliņa
Evika Siliņa (f. 3. ágúst 1975) er lettneskur lögfræðingur og stjórnmálakona sem hefur verið forsætisráðherra Lettlands frá 15. september 2023. Hún er önnur konan til að gegna því embætti.[2] Frá 2022 til 2023 var hún velferðarmálaráðherra Lettlands í annarri ríkisstjórn Krišjānis Kariņš.[3][4] Hún er meðlimur í stjórnmálaflokknum Einingu.
Evika Siliņa | |
---|---|
Forsætisráðherra Lettlands | |
Núverandi | |
Tók við embætti 15. september 2023 | |
Forseti | Edgars Rinkēvičs |
Forveri | Arturs Krišjānis Kariņš |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 3. ágúst 1975 Ríga, lettneska sovétlýðveldinu (nú Lettlandi) |
Stjórnmálaflokkur | Eining[1] |
Maki | Aigars Siliņš |
Börn | 3 |
Háskóli | Háskóli Lettlands |
Uppvöxtur
breytaSiliņa er fædd í Ríga[5] þann 3. ágúst 1975.[6] Hún nam lögfræði við Háskóla Lettlands frá 1993 til 1997 og útskrifaðist með BA-gráðu í lögfræði. Hún hlaut síðar mastersgráðu í félagsvísindum, þjóðarétti og Evrópurétti við Framhaldslagaskóla Ríga.[7]
Frá 2003 til 2012 vann Siliņa sjálfstætt sem lögmaður og sérhæfði sig í alþjóðlegum og innlendum viðskiptarétti.[6] Á þessum tíma vann Siliņa jafnframt við lögfræðiþjónustu hjá opinberum fjarskiptastofnunum og við ráðgjöf hjá óháðum samtökum.[6]
Stjórnmálaferill
breytaÍ þingkosningum Lettlands árið 2011 gaf Siliņa kost á sér fyrir Umbótaflokkinn í Ríga en náði ekki kjöri.[8] Hún starfaði sem lögfræðiráðgjafi við lettneska innanríkisráðuneytið frá 2011 til 2012.[1]
Siliņa var þingritari í innanríkisáðuneytinu frá janúar 2013 til 23. janúar 2019.[9] Sem þingritari hlaut hún lof fyrir hreinskilni gagnvart blaðamönnum, meðal annars með því að útskýra afstöðu innanríkisráðuneytisins í ýmsum málum, og fyrir baráttu hennar gegn tilbúnu kannabisefni og dreifingu þess í Lettlandi.[10][11] Hún var jafnframt fulltrúi ráðuneytisins við nokkrar alþjóðastofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar, Interpol og CEPOL.[12]
Eftir að ríkisstjórn Krišjānis Kariņš var staðfest þann 23. janúar 2019 varð Siliņa þingritari forsætisráðherrans.[13][14] Siliņa bauð sig fram á þing í kosningum árið 2022 fyrir stjórnmálabandalagið Nýja einingu og náði kjöri.[15]
Þann 6. desember 2022 var tilkynnt að Siliņa yrði velferðarmálaráðherra í ríkisstjórn Krišjānis Kariņš.[16] Nýja ríkisstjórnin var staðfest 14. desember.[17]
Eitt helsta markmið Siliņa sem ráðherra var hækkun lágmarkstekna í Lettlandi.[18]
Þann 23. febrúar 2023 útnefndi forsætisráðherra hana í nýstofnaða Þemanefnd um fjármagn frá Evrópusambandinu.[19] Þann 4. júlí 2023 lagði ráðuneyti hennar Istanbúlsamninginn til samþykktar lettneska þingsins með nokkrum fyrirvörum.[20][21]
Forsætisráðherra Lettlands (2023-)
breytaEftir að Krišjānis Kariņš forsætisráðherra sagði af sér 16. ágúst 2023 tilnefndi Ný eining Siliņa til að taka við af honum.[22] Þann 24. ágúst veitti Edgars Rinkēvičs forseti henni umboð til að mynda stjórn.[23]
Þann 29. ágúst neitaði lettneski Einingarlistinn að taka þátt í stjórnarmyndun með Siliņa.[24] Í byrjun september gaf Siliņa til kynna að hún hygðist mynda nýjan þingmeirihluta ásamt Bandalagi græningja og bænda (ZZS) og Framsóknarflokknum (P).[25] Tólf dögum síðar kynnti hún nýju stjórnina, þar sem Ný eining fékk sjö ráðuneyti, ZZS fjóra og P þrjá. Arturs Krišjānis Kariņš tók við embætti utanríkisráðherra.[26]
Stjórn Siliņa vann traustsyfirlýsingu á þingi þann 15. september 2023 með 53 atkvæðum.[27] Siliņa sagðist ætla að tryggja þátttöku rússneskumælandi minnihlutans í Lettlandi en efla lettneskukennslu fyrir menntakerfi á lettneska tungumálinu.[5] Stjórnin sagðist jafnframt ætla að auka fjárframlög til hernaðarmála og ljúka við byggingu tálma á landamærum Lettlands við Rússland og Belarús.[5] Stjórn Siliņa fundaði í fyrsta sinn síðar sama dag.[28] Siliņa er önnur konan sem hefur orðið forsætisráðherra Lettlands á eftir Laimdotu Straujuma árin 2014–2016.[29]
Einkahagir
breytaSiliņa er gift Aigars Siliņš og á með honum þrjú börn.[1][5]
Auk móðurmáls síns, lettnesku, talar Siliņa ensku og rússnesku reiprennandi.[6]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 „Evika Siliņa (CV)“. Puaro.lv (lettneska). 15. september 2023. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. september 2023. Sótt 18. september 2023.
- ↑ „Saeima ar 53 balsīm apstiprina Evikas Siliņas valdību“. lsm.lv (lettneska). Afrit af uppruna á 16. september 2023. Sótt 15. september 2023.
- ↑ „Evika Siliņa is New Unity's party pick for PM“. eng.lsm.lv (enska). Afrit af uppruna á 16. ágúst 2023. Sótt 17. ágúst 2023.
- ↑ „Latvia Minister Silina Poised to Succeed Karins as Prime Minister“. Bloomberg.com (enska). 16. ágúst 2023. Afrit af uppruna á 16. ágúst 2023. Sótt 17. ágúst 2023.
- ↑ 5,0 5,1 5,2 5,3 „Evika Silina führt Lettlands neue Regierungskoalition“. Die Presse (þýska). 15. september 2023. Afrit af uppruna á 18. september 2023. Sótt 17. september 2023.
- ↑ 6,0 6,1 6,2 6,3 „Parlamentārā sekretāre – Iekšlietu ministrija“. 3. september 2018. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. september 2018. Sótt 17. ágúst 2023.
- ↑ „Evika Siliņa“. 26. maí 2019. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. maí 2019. Sótt 17. ágúst 2023.
- ↑ „11. Saeimas vēlēšanas, Centrālā vēlēšanu komisija“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. maí 2019.
- ↑ „Ministru prezidente“. Ríkisstjórn Lettlands. 25. ágúst 2023. Afrit af uppruna á 18. september 2023. Sótt 16. september 2023.
- ↑ Zvirbulis, Girst (15. febrúar 2016). „Kurš patiesībā vada Iekšlietu ministriju? 23“. La.lv (lettneska). Afrit af uppruna á 16. ágúst 2023. Sótt 17. september 2023.
- ↑ „Evika Siliņa: narkotiku lietošanas ierobežošanā jārīkojas proaktīvi“. lvportals.lv (lettneska). 18. maí 2017. Afrit af uppruna á 18. september 2023. Sótt 17. september 2023.
- ↑ „Kas ir Jaunās Vienotības izvirzītā premjera amata kandidāte Evika Siliņa?“. tvnet.lv (lettneska). 17. ágúst 2023. Afrit af uppruna á 17. september 2023. Sótt 17. september 2023.
- ↑ Lūse, Lolita (26. október 2022). „Kariņa «labā roka» Evika Siliņa: Es esmu augs, kas nav lolots labā augsnē“. Santa.lv (lettneska). Afrit af uppruna á 7. september 2023.
- ↑ Libeka, Māra (17. ágúst 2023). „Evika Siliņa – cita veida jaunā līdere?“. Lasi.lv (lettneska). Afrit af uppruna á 7. september 2023.
- ↑ „Latvian minister Evika Silina asked to take PM role“. euractiv.com (bresk enska). 25. ágúst 2023. Afrit af uppruna á 25. ágúst 2023. Sótt 25. ágúst 2023.
- ↑ ERR, ERR News | (6. desember 2022). „New Latvian coalition ministerial posts announced“. ERR (enska). Afrit af uppruna á 25. ágúst 2023. Sótt 25. ágúst 2023.
- ↑ „Saeima confirms the new Karins government“. The Baltic Times. Afrit af uppruna á 25. ágúst 2023. Sótt 25. ágúst 2023.
- ↑ „Welfare Minister: Raising minimum income level is priority“. lsm.lv. 27. desember 2022. Afrit af uppruna á 25. mars 2023. Sótt 17. september 2023.
- ↑ „'EU Fund Committee' formed by PM Kariņš“. lsm.lv. Afrit af uppruna á 26. febrúar 2023. Sótt 23. febrúar 2023.
- ↑ „Welfare Ministry puts forward ratification of Istanbul Convention with reference to Constitutional values for approval“. The Baltic Times. 4. júlí 2023. Afrit af uppruna á 4. júlí 2023. Sótt 17. september 2023.
- ↑ „Minister on Istanbul Convention: stereotypes are hardest to fight“. lsm.lv. 13. júlí 2023. Afrit af uppruna á 18. september 2023. Sótt 17. september 2023.
- ↑ „«Jaunā Vienotība» oficiāli virza premjera amatam labklājības ministri Eviku Siliņu“. lsm.lv (lettneska). Afrit af uppruna á 17. ágúst 2023. Sótt 17. ágúst 2023.
- ↑ Presse, AFP-Agence France. „Latvian Minister Asked To Take PM Role“. barrons.com (bandarísk enska). Afrit af uppruna á 24. ágúst 2023. Sótt 24. ágúst 2023.
- ↑ „United List declines Siliņa's four-party coalition offer“. lsm.lv. 29. ágúst 2023. Afrit af uppruna á 2. september 2023. Sótt 17. september 2023.
- ↑ „No more tangos: Siliņa to offer another three-party coalition with reduced Saeima majority“. lsm.lv. 1. september 2023. Afrit af uppruna á 9. september 2023. Sótt 17. september 2023.
- ↑ „Precise shape of proposed new Latvian government revealed“. lsm.lv. 13. september 2023. Afrit af uppruna á 18. september 2023. Sótt 17. september 2023.
- ↑ Eglitis, Aaron. „Latvia Gets New Prime Minister Evika Silina With Parliament Majority“. Bloomberg News. Afrit af uppruna á 18. september 2023. Sótt 16. september 2023.
- ↑ „New Latvian cabinet has its first meeting“. lsm.lv. 15. september 2023. Afrit af uppruna á 17. september 2023. Sótt 17. september 2023.
- ↑ „Evika Siliņa is Latvia's new prime minister“. Politico (enska). 15. september 2023. Afrit af uppruna á 18. september 2023. Sótt 18. september 2023.
Fyrirrennari: Arturs Krišjānis Kariņš |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |