Fáni Palestínu (arabíska: علم فلسطين; ʿalam Filasṭīn) er þrílitur fáni með þremur jöfnum láréttum borðum (svörtum, hvítum og grænum, talið ofan frá) sem eru klofnir af rauðum þríhyrningi frá fánastönginni. Fáninn notar liti panarabismans og táknar Palestínuríki og palestínsku þjóðina. Palestínski fáninn var tekinn upp í fyrsta sinn þann 28. maí 1964 af Frelsissamtökum Palestínu. Fánadeginum er fagnað þann 30. september.[1]

Fáni Palestínu.

Fánanum svipar til fána sýrlenska Ba'ath-flokksins, sem notar sömu form og liti en í hlutföllunum 2:3 fremur en hlutföllum palestínska fánans, sem eru 1:2. Hann er einnig svipaður fána hins skammlífa arabíska sambandsríkis Íraks og Jórdaníu (sem var með jafnhliða þríhyrning við stafnið). Fánar Jórdaníu og Vestur-Sahara eru jafnframt líkir honum, enda eru allir fánarnir byggðir á uppreisn Araba gegn Tyrkjaveldi frá 1916 til 1918.

Árið 2021 samþykkti Mahmúd Abbas að fánanum skyldi flaggað í hálfa stöng á hverju ári til að harma útgáfu Balfour-yfirlýsingarinnar.[2]

Uppruni

breyta
 
Arabískur fáni yfir Alhambra-kvikmyndahúsinu árið 1937.

Fáninn sem var notaður af arabísk-palestínskum þjóðernissinnum á fyrri helmingi 20. aldar var fáni Arabauppreisnarinnar gegn Tyrkjum 1916. Deilt hefur verið um uppruna fánans. Samkvæmt einni skýringu voru litirnir valdir af meðlimum „bókmenntaklúbbs“ arabískra þjóðernissinna í Istanbúl árið 1909 með vísan til arabíska skáldsins Safi al-Din al-Hili frá 13. öld:

Hvítar eru dáðir vorar, svartir bardagarnir,
Grænir eru vellir vorir, sverðin rauð.

Samkvæmt annarri sögu kemur fáninn frá Samtökum ungra Araba, sem voru stofnuð í París árið 1911. Enn önnur saga segir að fáninn hafi verið hannaður af Sir Mark Sykes, starfsmanni í breska utanríkisráðuneytinu. Hvað sem því líður var fáninn notaður af Sharif Hussein ekki síðar en 1917 og varð fljótt helsti fáni arabísku þjóðernishreyfingarinnar í Mashriq.[3][4]

Þann 18. október 1948 tók Alpalestínska stjórnin formlega upp fána Arabauppreisnarinnar og Arababandalagið viðurkenndi hann í kjölfarið sem fána Palestínu. Önnur útgáfa af fánanum (með borðum í annarri litaröð) hafði verið notuð í Palestínu að minnsta kosti síðan á fjórða áratugnum. Árið 1964 tóku Frelsissamtök Palestínu (PLO) fánann formlega upp sem fána palestínsku þjóðarinnar. Þann 1. desember sama ár gaf framkvæmdastjórn samtakanna út reglur um hlutföll fánans og svörtu og grænu litunum var víxlað.[5] Þann 15. nóvember 1988 tók PLO fánann upp sem fána Palestínuríkis.[5]

Notkun fánans varð útbreidd eftir Óslóarsamkomulagið og stofnun palestínsku heimastjórnarinnar árið 1993. Í dag er fánanum oft flaggað af Palestínumönnum og stuðningsfólki þeirra.[6][7][8]

Bönn í Ísrael

breyta
 
Ísraelskur hermaður grípur fána af mótmælanda í Huwara.
Ísraelskur lögregluþjónn gerir palestínska fána upptæka af mótmælendum í Sheikh Jarrah í september 2023

Árið 1967, strax eftir sex daga stríðið, lét Ísraelsríki banna palestínska fánann á hernámssvæðum sínum á Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Árið 1980 voru lög sett sem bönnuðu listaverk af „pólitískum toga“ í litum palestínska fánans og Palestínumenn voru handteknir fyrir að hafa slík verk til sýnis.[9][10][11]

Banninu var formlega aflétt eftir Óslóarsamkomulagið árið 1993.[12] Frá árinu 2014 hefur ísraelska lögreglan hins vegar haft heimild til að gera palestínska fána upptæka ef talið er að þeim sé flaggað til stuðnings hryðjuverkastarfsemi eða ef þeir raska allsherjarreglu.[12] Ísraelskir lögreglumenn gera palestínska fána því oft upptæka.[13] Í janúar 2023 tilkynnti ísraelski þjóðaröryggisráðherrann Itamar Ben-Gvir að hann hefði beint því til lögreglu að banna notkun fánans í almenningsrýmum.[14][12]

 
Litir
Rauður Svartur Hvítur Grænn
CMYK 0-82-77-6 100-100-100-99 0-0-0-0 100-0-64-40
Sextánundakerfi #EE2A35 #000000 #FFFFFF #009736
RGB 238-42-53 0-0-0 255-255-255 0-151-54

Tilvísanir

breyta
  1. „Palestinians celebrate Flag Day marking two years since hoisting it at UN“. WAFA Agency.
  2. „Palestinian flag to be flown at half mast to mourn Balfour Declaration“. The Jerusalem Post | Jpost.com.
  3. Sorek, Tamir (2004). „The orange and the 'Cross in the Crescent': imagining Palestine in 1929“. Nations and Nationalism. 10 (3): 269–291. doi:10.1111/j.1354-5078.2004.00167.x.
  4. Easterly, William (2006). The White Man's Burden. New York: Penguin. bls. 238. ISBN 978-1-1012-1812-9. „A small sign of the artificiality of the Arab revolt is that Mark Sykes himself designed the flag of the Arabs as a combination of green, red, black, and white. Variations on this design are today the official flags of Jordan, Iraq, Syria, and the Palestinians.“
  5. 5,0 5,1 „العلم | مركز المعلومات الوطني الفلسطيني“. info.wafa.ps.
  6. „United Nations Security Council: The situation in the Middle East, including the Palestinian question“. 2. júní 2008. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. júní 2008. Sótt 20. maí 2017.)
    Mr. Terje Roed-Larsen, Special Coordinator for the Middle East Peace Process and Personal Representative of the Secretary-General: "[Arafat] with the trademark kaffiyeh epitomized Palestinian identity and national aspirations, even more than the Palestinian flag or the national anthem."
  7. „Palestine“. Flags of the World. „The Palestinian flag represents all Palestinian Arab aspirations regardless of party.“
  8. Efaw, Jamie. „Palestinian Psychological Operations: The First Intifada]“. AmericanDiplomacy.org. „An example of a common, obvious symbolism came in the form of the Palestinian flag. [...] the flag and the colors transmitted the message to all _target audiences the underlying theme of the entire Intifada—Palestinian nationalism. The flag, the symbol of Palestinian nationalism, was ubiquitous in the occupied territories.“
  9. Kifner, John (16. október 1993). „Ramallah Journal; A Palestinian Version of the Judgment of Solomon“. The New York Times. Sótt 21. maí 2010.
  10. Dalrymple, William (2. október 2002). „A culture under fire“. The Guardian. London. Sótt 21. maí 2010.
  11. „The watermelon makes a colourful interlude“. The Age. Melbourne. 12. september 2004.
  12. 12,0 12,1 12,2 Kellman, Laurie (9. janúar 2023). „Palestinian prime minister says Israel aims to topple the PA“. The Washington Post. Washington, D.C. Sótt 9. janúar 2023.
  13. „The Palestinian flag: A _target for 'erasure' by Israeli forces“.
  14. „Israel security minister bans Palestinian flag-flying in public“. The Guardian. London. 9. janúar 2023. Sótt 9. janúar 2023.
  NODES