Fife er sveitarfélag og söguleg sýsla á austurströnd Skotlands milli Firth of Tay og Firth of Forth. Fife skiptist áður í þrjú umdæmi: Dunfermline, Kirkcaldy og Glenrothes. Íbúar eru um 372 þúsund (2021).

Kort sem sýnir Fife í Skotlandi

Stærsti bærinn er Kirkcaldy með 50 þúsund íbúa. Frá því að ný lög um sveitarstjórnir í Skotlandi gengu í gildi árið 1996 er Fife svæðisráð með völd sveitarstjórnar í umdæmunum þremur en hvert umdæmi er með eigin svæðisnefnd.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES