Finnska vísindaakademían
Finnska vísindaakademían – (finnska: Suomalainen Tiedeakatemia; latína: Academia Scientiarum Fennica) – er finnskt vísindafélag, stofnað 1908 sem finnskumælandi mótvægi við Finnska vísindafélagið, sem var sænskumælandi og hafði starfað frá 1838.
Starfsemi og útgáfa
breytaÍ Finnsku vísindaakademíunni er rúm fyrir 328 finnska félagsmenn. Þegar félagsmaður nær 65 ára aldri, losnar sæti hans fyrir nýja félaga, en hann heldur félagsaðild til dauðadags. Akademían skiptist í tvær deildir: Raunvísindadeild (189 sæti) og hugvísindadeild (139 sæti).
Finnska vísindaakademían hefur gefið út árbók frá 1977. Einnig gefur akademían út vísindarit af ýmsu tagi, nú síðari árin í samvinnu við Finnska vísindafélagið:
- Annales Academiae Scientiarum Fennicae, sem skiptist í fjóra flokka:
- Mathematica. Alþjóðlegt tímarit í stærðfræði, kemur út tvisvar á ári.
- Mathematica Dissertationes. Merkar doktorsritgerðir í stærðfræði, birtast sem fylgirit með tímaritinu.
- Geologica - Geographica. Kemur út óreglulega.
- Humaniora. Röð sérrita með rannsóknum í sagnfræði, málfræði og listfræði, með sérstaka áherslu á finnsku og finnska menningu, 5-8 bindi á ári.
- Folklore Fellows’ Communications (FFC) – ritröð um þjóðtrú og þjóðsögur, þjóðfræði, trúarbrögð og mannfræði. Að jafnaði koma út 2–5 bindi á ári.
Síðastnefnda ritröðin nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar, enda hafa Finnar staðið framarlega á sviði þjóðsagnarannsókna. Rit Einars Ól. Sveinssonar: Verzeichnis isländischer Märchenvarianten, mit einer einleitenden Untersuchung, Helsinki 1929, kom út sem 83. bindi í FFC.
Sjá einnig
breytaHeimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Finska Vetenskapsakademien“ á sænsku útgáfu Wikipedia. Sótt 11. október 2009.
Tenglar
breyta- Vefsíða Finnsku vísindaakademíunnar Geymt 19 maí 2012 í Wayback Machine, á ensku.
- Vefsíða Folklore Fellows' Communications Geymt 22 ágúst 2009 í Wayback Machine