Fljótsdalshérað

Aflagt sveitarfélg á Íslandi

Fljótsdalshérað var sveitarfélag á mið-Austurlandi sem varð til 1. nóvember 2004, við sameiningu Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs og við þá sameiningu varð til fjölmennasta sveitarfélag á Austurlandi með um 4.000 íbúa, og þar af búa ríflega 2.300 manns í þéttbýlinu á Egilsstöðum og í Fellabæ. Árið 2020 sameinaðist Fljótsdalshérað í enn stærra sveitarfélag Múlaþing.

Byggðamerki fyrrum Fljótsdalshéraðs
Fljótsdalshérað

Um svæðið féllu Lagarfljót og Jökulsá á Dal. Hallormsstaðaskógur, stærsti skógur landsins, var innan marka sveitarfélagsins.

Í sveitarfélaginu voru eftirfarandi sveitir, sem eitt sinn voru hver um sig sjálfstætt sveitarfélag: Jökuldalur, Jökulsárhlíð, Hróarstunga, Fell, Hjaltastaðaþinghá, Eiðaþinghá, Vellir og Skógar (sem áður mynduðu einn hrepp), og Skriðdalur. Fljótsdalshérað var svipað að flatarmáli og Púertó Ríkó.

Tengill

breyta
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
languages 1