Frásögn eða saga er ræða af tiltekinni gerð (rituð, töluð, myndir, eða dans t.d.) þar sem skálduð eða raunveruleg atburðarás er sett fram með samfelldum hætti í skipulegri röð. Saga (þ.e. ein merking þess orðs) og frásögn eru oft samheiti en stundum er orðið „frásögn“ notað í þrengri merkingu um söguþráð eða framvindu sögunnar, en ekki lýsingar. Frásagnarfræði fæst við rannsóknir á frásögnum í þessum þrönga skilningi. Þetta fræðasvið spratt úr strúktúralismanum eftir miðja 20. öld og nýtir sér talsvert hugtök mælskufræði.

Frásagnir eru mikilvægur hluti menningar. Sú aðferð að tjá sig í frásögn er sammannleg og kemur fyrir í alls kyns samskiptum og eins í hugrænum og sálrænum ferlum eins og mótun sjálfsmyndar, minninga og merkingar.

  NODES