Franska þingið (franska: Parlement français) er þing Lýðveldisins Frakklands og samanstendur af tveimur þingdeildum: öldungadeildinni (Sénat) og þjóðþinginu (Assemblée nationale). Hvor deildanna heldur þing á eigin staðsetningu í París: öldungadeildin í Lúxemborgarhöll og þjóðþingið í Bourbon-höll. Þjóðþingið samanstendur af 577 þingmönnum sem eru kosnir á fimm ára fresti. Í öldungadeildinni sitja 348 þingmenn sem fulltrúar héraða og sveitarfélaga skipa í óbeinum kosningum á sex ára fresti. Þriðja hvert ár er þriðjungi öldungadeildarinnar skipt út.

Versalahöll

Í hvorri deild gilda sérstakar reglur um aðgerðir og framkvæmd. Stundum koma deildirnar tvær saman sem Franska alþingið (Congrès du Parlement français) í Versalahöll þegar þarf að breyta stjórnarskránni.

  Þessi stjórnmálagrein sem tengist Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES