Franz Schubert

Austurrískt tónskáld (1797-1828)

Franz Peter Schubert (31. janúar 179719. nóvember 1828) var austurrískt tónskáld. Hann samdi um 600 söngljóð, sjö fullkláraðar sinfóníur, kirkjulega tónlist, óperur, kammerverk og einleiksverk fyrir píanó. Á okkar tímum er hann þekktastur fyrir sönglögin, svo sem Vetrarferðina (Winterreise á þýsku) og Die schöne Müllerin, ásamt sinfóníunum. Schubert bjó lengst af ævinnar í Vínarborg en hann stríddi við mikil veikindi síðustu æviár sín og lést langt fyrir aldur fram.

Franz Schubert eftir Wilhelm August Rieder. Olíumálverk frá 1875, gerð eftir vatnslitamynd frá 1825 eftir Rieder.

Æskuár

breyta

Franz Pétur Schubert, söngva- og hljóðfæra kompónisti, var fæddur í þorpi einu nálægt Vínarborg 31. janúar 1797. Foreldrar hans voru bláfátækir og Franz einn af 19 systkinum. Foreldrarnir reyndu að veita börnunum almenna alþýðuskóla-menntun, en umfram það fékk Franz snemma tilsögn í að spila á fiðlu og eldri bróðir hans kenndi honum að spila á píanó. Hann var ekki lengi að fljúga framúr kennurum sinum, söngkennari sem faðir hans fann varð að hætta með lærisveininn því hann var orðinn betri en hann. Hin fagra söngrödd drengsins vakti svo mikla eftirtekt, að hann var 11 ára gamall tekinn inn í skóla, þar sem söngvarar voru æfðir til þess að syngja við keisarahirðina. Franz var tekinn inn í orkestra skólans og þar voru flutt fyrstu tónverkin eftir hann.[1]

Enn er til bréf frá Schubert, þar sem hann biður eldri bróður sinn um pening til að seðja hungur sitt, en Franz kvartaði helst undan svengd og nótnapappírsleysi meðan hann var við skólann. Schubert fór í mútur árið 1813 og yfirgaf skólann eftir það. Hann hélt í kennaranám, og varð aðstoðarkennari föður síns sem einnig var barnakennari. Almennt er talið að hann hafi lagt fyrir sér kennslu til að losna undan herþjónustu.[1]


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. 1,0 1,1 Framtíðin 2. árgangur 6. tölublað. Framtíðin. 1909. bls. 90.
  NODES