Freyr er lávarður og drottin stríðs, frjósemi, friðar, farsældar og kynlífs í norrænni goðafræði. Freyr er goð af vanaætt og er sonur sjávargoðsins Njarðar og tvíburabróðir Freyju frjósemisgyðju. Bústaður Freys eru Álfheimar sem honum hlotnaðist í tannfé, en býr hann þó í Ásgarði. Freyr ræður fyrir regni og skini sólar og þar með gróðri jarðar. Á hann er gott að heita til árs, friðar og fésælu.

Freyr ásamt geltinum Gullinbursta á mynd eftir Jacques Reich.

Nafngift

breyta
 
Rällinge styttan

Nafnið Freyr („herra, lávarður eða drottinn“) er almennt talið koma frá endurbyggingu á fornnorræna orðinu *frawjaR, sem sjálft er komið af frumgermanska *frawjaz. Samsvarandi orð í öðrum eldri germönskum málum eru meðal annars; frēa úr fornensku og frō úr forn há-þýsku. Öll hafa þessi orð óbeinu þýðinguna „lávarður“.[1] Tungumálafræðingurinn Guus Kroonen telur hins vegar að nafnið kann að koma af fornnorrænu orðunum; frjar, frjór, frær (Ísl. frjór). Þetta kann að eiga við vegna tenglsum Freys við frjósemi, sem frjósemisgoð.[2]

Fjölskyldutengsl

breyta

Freyr er sonur sjávarguðsins Njarðar og bróðir frjósemis- og ástargyðjunnar Freyju. Hvert sem þau systkin fóru lyftu jurtir, blóm og tré krónum sínum og döfnuðu, jarðargróði þroskaðist, búfé þreifst vel og margfaldaðist og ungt fólk leiddi hugann að ástum. Kona Freys er jötunynjan Gerður.

Gripir

breyta

Meðal þekktustu eigna Freys eru skipið Skíðblaðnir, sem hefur þann eiginleika að hafa alltaf byr þegar segl kemur á loft, en má vefja saman sem dúk og hafa í pungi, gölturinn Gullinbursti sem dregur vagn hans, ónefndur hestur hans og galdrasverð, sem berst af sjálfsdáðum. Sverð þetta var smíðað af ljósálfum með máttugum töfraþulum með þann tilgang að það yrði að berjast fyrir æsi ef þeir ættu að hafa nokkra von um að sigra í Ragnarökum. En sverðið gaf hann af sér til að fá Gerði.

Snorra Edda

breyta

Í Snorra Eddu er Freyr kynntur sem einn af megin goðum í heiðnum sið.


Njörðr í Nóatúnum gat

síðan tvau börn, hét

sonr Freyr en dóttir

Freyja. Þau váru fögr

álitum ok máttug. Freyr

er hinn ágætasti af

ásum. Hann ræðr fyrir

regni ok skini sólar, ok

þar með ávexti jarðar,

ok á hann er gott at

heita til árs ok friðar.

Hann ræðr ok fésælu

manna. Gylfaginning 24


Lýsing Snorra deilir mörgum eiginleikum lýsinga Adam af Bremen. Meginmunurinn þeirra á milli er að Adam tengir stjórn veðurs til þrumuguðsins Þórs en Snorri segir Frey hafa þann hæfileika. Einnig forðast Snorri kynferðislegar lýsingar. Mismunurinn kann að stafa af muni á goðunum milli íslenskra og sænskra heiðna manna.

Eina varðveitta frásögnin um Frey er sú um þegar hann uppgötvar brúður sína Gerði.

Hvernig Freyr fékk Gerði

breyta

Eitt sinn er Freyr var ungur og ólofaður stalst hann til að setjast í hásæti Óðins, Hliðskjálf, en þaðan gat hann séð um heima alla. Á norðurhjara sá hann konu eina, sem var svo fögur að það lýsti frá henni birtu um alla heimana. Kona þessi var jötunmeyjan Gerður, dóttir Aurboðu tröllkonu og Gymis bergrisa. Freyr varð svo ástfanginn af Gerði að hann lokaði sig inni, talaði ekki við nokkurn og hvorki át, drakk né svaf. Þar sem hann var frjósemisgoð þá tók öll náttúran þátt í sorg hans og hætti að bera ávöxt.

Eftir langa mæðu fékst Freyr loks til að segja þjóni sínum Skírni ástæðuna fyrir þunglyndi sínu. Hann segir honum að hann sé ástfanginn af Gerði og viti að þar sem að hún sé af ættum jötna sem voru svarnir óvinir ása og vana þá séu allir andvígir því að hann fái hana, en að hann vilji nú samt reyna að fá hennar og biður Skírni um að ríða í Jötunheim og biðja hennar sér til handa. Freyr útskýrir að jötnarnir hafi þegar samþykkt ráðahaginn með þeim skilmálum að þeir fái í staðinn töfrasverðið hans sem hafði þá náttúru að það barðist sjálft. Freyr var svo djúpt sokkinn í þunglyndi að honum var ekki hugað líf mikið lengur og ef guð ástar og frjósemdar dæi þá myndi náttúran deyja líka. Skírnir sá því að hann hafði ekki um neina kosti að velja og fór að ósk Freys. Freyr fékk þannig Gerðar og áttu þau farsæla sambúð, en þess í stað tapaði hann sverðinu sínu góða.

Sæmundar Edda

breyta

Í Völuspá eru nefnd örlög Freys og dauði hans í orrustu við Surt í Ragnarökum.


Surtr fer sunnan

með sviga lævi,

skínn af sverði

sól valtíva.

Grjótbjörg gnata,

en gífr rata,

troða halir helveg,

en himinn klofnar.

Þá kømr Hlínar

harmr annarr fram,

er Óðinn ferr

við úlf vega,

en bani Belja

bjartr at Surti,

þá mun Friggjar

falla angan. Völuspá 51–52


Freyr er einnig eilítið nefndur í Grímnismálum.


Alfheim Frey

gáfu í árdaga

tívar at tannféi. Grímnismál 5


Þar sem nefnt er tannfé Freys, Álfheimur, sem hann ræður sem konungur eða lávarður. Eignarhald Freys á Álfheimum er meðal tenginga Vanagoða við ljósálfa.

Í Lokasennu ásakar Loki vanagoðin um sifjaspell, og segir Frey og systur hans, Freyju, stunda mök. En stríðsguðinn Týr kemur til varnar þeirra og mælir.


Freyr er beztr

allra ballriða

ása görðum í;

mey hann né grætir

né manns konu

ok leysir ór höftum hvern. Lokasenna 37


Í Lokasennu eru þjónar Freys; Byggvir og Beyla, nefnd.

Yngvi-Freyr

breyta

Á tímum rómverska sagnfræðingsins Tacítusar skrifaði hann um þjóðflokk Yngverskra þjóðverja sem kenndir voru við Yngva, og tilbáðu hann. Er Yngvi samkvæmt goðsögninni einn af forfeðrum dana. Rúnin *Ingwaz, ᛜ, í eldra Fuþark er kennd við Yngva. Sænska konungsfjölskyldan er sögð koma af goðinu Yngva-Frey. En Freyr er oft nefndur Yngvi-Freyr.

Fornminjar Tengdar Frey

breyta

Rällinge styttan

breyta

Frægasti munur sem varðveist hefur af Frey er Rällinge styttan, sem uppgötvuð var á bænum Rällinge í Suðurmannalandi í Svíþjóð árið 1904, og sýnir mann sitjandi með lappirnar krosslagðar og með standpínu. Gert hefur verið ráð fyrir að styttan sé af Frey vegna lýsingar frá 11 öldinni af styttu af Frey sem á að hafa verið í Uppsalahofi. En greiningin er enn óljós[3].

Skog teppið:

breyta

Skog teppið er verk sem talið er hafa verið saumað einhvern tímann á milli 1240 og 1410 og fannst í Skog kirkju 1912 í Svíþjóð. Teppið er talið sýna mynd af Óðni, Þór og Frey sem Skandinavísku konungana Knút helga, Eirík helga og Ólaf digra. Teppið var upprunalega frá Helsingjalandi í Svíþjóð[4].

Gullgripir:

breyta

Ýmsir gullgripir frá þjóðflutningatímabilinu á víkingaöldinni eru taldir sýna Frey og jafnvel Gerði. Hilda Ellis Davidson lagði fram að fólkið á þessum gullminjum sé að dansa og að þeir hafi haft bein tengsl og mikilvægt hlutverk þegar kemur að giftingum, ásamt því að hafa sérstök tengsl við Vanagoðin[5].

Tilvitnanir

breyta
  1. de Vries, 1962, p. 142
  2. Kroonen 2013, pp. 152–153
  3. Swedish Museum of National Antiquities inventory number 14232. Viewable online
  4. Leiren, 1999.
  5. Davidsson, 1988.

Heimildir

breyta
  • Cottrell, Arthur. 1997. Norse Mythology. Ultimate Editions, London.
  • Brian Branston. Goð og garpar úr norrænum sögnum. 1979. Bókaforlagið Saga, Reykjavík
  • de Vries, Jan (1962). Altnordisches Etymologisches Worterbuch (1977 ed.). Brill. ISBN 978-90-04-05436-3
  • H. R. Ellis Davidson (1988). Myths and Symbols in Pagan Europe: Early Scandinavian and Celtic Religions
  • Kroonen 2013, pp. 152–153
  • Leiren, Terje I. (1999). From Pagan to Christian: The Story in the 12th-Century Tapestry of the Skog Church. Published online: [2] Archived 31 December 2007 at the Wayback Machine
  • Swedish Museum of National Antiquities inventory number 14232. Viewable online

Tenglar

breyta
  1. de Vries, Jan (1962). Altnordisches Etymologisches Worterbuch (1977 ed.). Brill. ISBN 978-90-04-05436-3.
  2. Kroonen 2013, pp. 152–153.
  3. Swedish Museum of National Antiquities inventory number 14232. Viewable online.
  4. Leiren.
  5. Davidsson, 1988.
  NODES