Gérard Xavier Marcel Depardieu (f. 27. desember 1948) er franskur leikari. Hann hefur leikið í miklum fjölda franskra kvikmynda og einnig í nokkrum bandarískum myndum. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir titilhlutverkið í myndinni Cyrano de Bergerac árið 1990 og hlaut sama ár Golden Globe-verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Green Card. árið 2000 lék Depardieu í 102 Dalmantians sem Jean Pierre LePels ásamt Glenn Close.

Gérard Depardieu.

Depardieu ólst upp í bænum Châteauroux í Frakklandi. Hann hætti í skóla 13 ára. Þegar hann var 16 ára hélt hann til Parísar þar sem hann lærði dans og fór síðan að leika í kvikmyndum. Ein fyrsta mynd hans sem vakti á honum alþjóðlega athygli var Les Valseuses (enskur titill: Going Places). Hann hefur síðan leikið í miklum fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Auk Cyrano de Bergerac og Green Card má nefna Jean de Florette og Greifann af Monte Cristo og hann hefur einnig leikið Steinrík í þremur kvikmyndum um Ástrik gallvaska.

Depardieu er mikill áhugamaður um vín og mat. Hann á víngarð í Róndalnum og hafa vín þaðan fengið mjög góða dóma. Hann á líka veitingahús í París og hefur gefið út matreiðslubók.

  NODES