Gagnvirk tafla (einnig smarttafla eða sjaldan snjalltafla) er stór gagnvirkur skjár sem tengist við tölvu og skjávarpa. Skjávarpinn varpar mynd úr tölvunni upp á yfirborð töflunnar en notendur stjórna tölvunni með því að snerta töfluna með penna, fingri eða stíl. Taflan er oftast hengd á vegg eða á standi. Gagnvirkar töflur er að finna í ýmsum umhverfum, meðal annars í skólum og skrifstofum. Í nokkrum löndum er gagnvirkar töflur víða að finna í skólastofum, til dæmis voru þær uppsettar í 26 % af öllum kennslustofum í breskum skólum árið 2004. Fyrir árið 2011 hafði þessi tala hækkað upp í 98 %.[1] Til samanburðar frá og með árið 2009 voru gagnvirkar tölfur uppsettar í um það bil 70–80 íslenskum skólum.[2]

Skólabörn nota gagnvirka töflu

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta
  1. „Harnessing Technology schools survey 2007“ (PDF). Sótt 16. desember 2012.
  2. „Gagnvirkar töflur í skólastofum“. Sótt 16. desember 2012.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
languages 1
Note 1