Gaupa (fræðiheiti: Lynx) er ættkvísl miðlungsstórra katta sem lifa víða á norðurhveli jarðar. Fjórar tegundir kattardýra teljast til ættkvíslarinnar. Einkenni á gaupum er að þær eru háfættar, með stutta rófu og greinilegan brúsk á eyrunum. Þær vega frá 5 að 30 kílóum.

Gaupa
Kanadagaupa
Kanadagaupa
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Rándýr (Carnivora)
Ætt: Kattardýr (Felidae)
Undirætt: Felinae[1]
Ættkvísl: Lynx
Kerr, 1792
Kort sem sýnir útbreiðslu allra gauputegunda.
Kort sem sýnir útbreiðslu allra gauputegunda.
Tegundir
Gaupa.
Sjá einnig: Gaupan sem er íslenska heitið á stjörnumerkinu Lynx

Evrópa

breyta

Verkefni sem ætlað var að fjölga íberíugaupum þrefaldaði fjölda þeirra á Spáni á 15 árum, aðallega í Andalúsíu. Hugsanlegt er að evrasíugaupan eigi afturkvæmt til Bretlands en þar hefur tegundin ekki sést í meira en 1000 ár. Einnig eru áform um að flytja gaupur til Suðaustur- Þýskalands, Rínarlanda-Pfalz.

  • Íberíugaupa er smávaxnari og með styttri eyru og feld en evrasíugaupa. Einnig er hún með dökka bletti. Íberíugaupa étur mest kanínur en evrasíugaupa aðallega smærri hjartardýr.
  • Til eru fleiri gaupur eins og rauðgaupa, spánargaupa og eyðimerkurgaupa.

Gaupur ráðast ekki á menn en komið hefur fyrir að þær drepi sauðfé. [2]

Tenglar

breyta
  • „Getið þið sagt mér allt um gaupur?“. Vísindavefurinn.
  • „Í hvaða löndum býr evrasíugaupan?“. Vísindavefurinn.

Heimildir

breyta
  1. IUCN Wild Cats Book. „Canada Lynx“.
  2. Return of the Lynx BBC. Skoðað 31. mars, 2016.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
languages 1
os 2