Gefjun er ásynja í norrænni goðafræði. Hún er af ásaætt. Sagan af ásynjunni Gefjun segir frá hvernig Sjáland varð til. Gefjun tók fjögur naut norðan úr Jötunheimum og setti fyrir plóg. Nautin voru synir jötuns og hennar. Nautin drógu landið út á hafið í vesturátt. Samkvæmt Ynglingasögu í Heimskringlu varð Gefjun tengdadóttir Óðins, gift Skildi Óðinssyni, sem Skjöldungar eru frá komnir. Þau bjuggu í Hleiðru á Sjálandi (Lere).



  NODES