Gróbeður (latína: hymenium) sveppa er sá hluti æxlihnúðsins þar sem frumurnar þróast í grósekki eða grókylfur sem mynda gró. Hjá sumum tegundum þróast allar frumurnar í grósekki eða grókylfur en hjá öðrum verður til nokkuð af geldfrumum. Að auki eru stundum til staðar sérstakleg áberandi geldfrumur sem nefnast þumlur.

Staðsetning gróbeðsins er venjulega fyrsta einkennið sem litið er til við flokkun og greiningu sveppa. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um þær ólíku tegundir gróbeða sem finnast hjá hinum stóru kólfsveppum og asksveppum.

Hjá hattsveppum er gróbeðurinn á lóðréttum hliðum fananna. Hjá pípusveppum er hann geymdur í svampkenndu lagi af lóðréttum pípum. Hjá gorkúlum er hann innvortis. Hjá bikarsveppum er hann inni í skálinni.

Skýringarmyndir sem sýna mismunandi gróbeði:

  NODES