Griplur
Griplur eru stuttir, greinóttir þræðir, sem eru móttökutæki taugafrumu. Þær ganga út úr taugabolnum. Hver taugafruma hefur nokkrar griplur, öðrum megin á frumunni. Hinum megin gengur einn taugasími út úr frumubolnum og er hann mun lengri en griplurnar (allt að nokkrir tugir sentimetra að lengd). Griplur taka á móti boðum frá öðrum taugafrumum.