Guangxi

sjálfstjórnarhérað í Kína

Guangxi (kínverska: 广西; rómönskun: Guǎngxī) er sjálfstjórnarhérað í Suður-Kína sem á mörk að Víetnam og Tonkin flóa. Þetta fyrrum hérað varð Guangxi Zhuang sjálfstjórnarsvæðið (GZAR) árið 1958. Það nær yfir 237.600 ferkílómetra. Núverandi höfuðborg þess er Nanning.

Landakort sem sýnir legu sjálfstjórnarhéraðsins Guangxi í Suður-Kína.
Kort sem sýnir legu sjálfstjórnarhéraðsins Guangxi í Suður-Kína.

Guangxi er þekkt fyrir heittemprað loftslag og hin háu og sérkennilegu tindafjöll, teakra og endalausar hrísekrur.

Í kínverskri sögu var lega Guangxi í fjöllum í suðurhluta Kína, talin mörk kínverskrar siðmenningar. Núverandi nafn "Guang" þýðir "víðátta" og hefur verið tengt svæðinu allt frá stofnun Guang-héraðs árið 226 e.Kr. Það fékk stöðu héraðsstigs meðan á Yuan-ættinni stóð, en jafnvel fram á 20. öldina var það talið opið, ónumið landsvæði.

Guangxi telur flesta íbúa þjóðarbrota í minnihluta í Kína, einkum Zhuang fólkið sem er um þriðjungur íbúanna. Auk Zhuang eru 11 aðrir þjóðernishópar; Han, Yao, Miao, Dong, Mulam, Maonan, Hui, Jing, Yi og Shui og Gelao. Að auki eru 44 önnur minni þjóðarbrot í Guangxi, þar á meðal Manchu, Mongólar, Kóreubúar, Tíbetar, Li og Tujia.

Ýmis svæðisbundin tungumál og mállýskur eins og Pinghua, Zhuang, kantónska, Hakka og Mín eru töluð við hlið mandarínsku.

Árið 2020 voru íbúar Guangxi um 50,1 milljónir. Þeir eru aðallega Han Kínverjar en einnig minnihlutahópar Hui, Dongxiang og Tíbeta. Árið 2018 bjuggu um 7.2 milljónir íbúa í höfuðborginni Lanzhou.

Myndir

breyta

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta


  NODES
Done 1
jung 1
jung 1