Haustlyng (fræðiheiti: Erica tetralix L.) er lítill fjölær runni af Lyngætt sem verður til 50 sm hár og vaxa aðallega í mýrlendi í Vestur-Evrópu. Í mýrum, blautum heitum og rakum skóginum, haustlyng getur orðið ríkjandi.

Haustlyng
Blómstrandi haustlyng
Blómstrandi haustlyng
Ástand stofns

Öruggt (TNC)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Lyngbálkur (Ericales)
Ætt: Lyngætt (Ericaceae)
Ættkvísl: Lyng (Erica)
Tegund:
Haustlyng (E. tetralix)

Tvínefni
Erica tetralix L.
(L., 1753)
Útbreiðsla á heimsvísu
Útbreiðsla á heimsvísu
Samheiti
  • Eremocallis glomerata Gray [1]
  • Erica botuliformis Salisb.[1]
  • Erica calycinades J.Forbes[1]
  • Erica glomerata Salisb.[1]
  • Erica martinesii Lag. ex Benth.[1]
  • Erica rubella Ker Gawl.[1]
  • Ericoides glomeratum (Andrews) Kuntze[1]
  • Ericoides mackeyi Kuntze[1]

Lýsing

breyta

Blómin eru mörg saman í hnöttóttri, sveipkenndri blómskipun efst á stönglunum, fjórdeild. Krónan í lögun eins og belgvíð krukka með þröngu opi, um 8 mm löng og 3-4 mm víð, með fjórum flipum við opið. Bikarblöðin fjögur, um 3 mm á lengd, oddmjó, alsett löngum kirtilhárum og þéttri ló hvítra ullhára; samskonar hár einnig á stönglum og blöðum. Laufblöðin stutt (3-4 mm), aflöng með niðurorpnum röndum, fjögur saman í kransi, þéttstæð á neðri stönglum, en gisin á uppréttum stönglum blómskipananna.[2]

Útbreiðsla

breyta

Vex í Vestur-Evrópu (Danmörk, Finnland, Írland, Noregur, Svíþjóð, Bretland, Eistland, Lettland, Litháen, Belgía, Þýskaland, Holland, Pólland, Frakkland, Portúgal, Spánn). Norðurmörk svæðisins er Ísland, suðurmörk - Spánn og Portúgal. Það hefur einnig verið kynnt í hlutum Norður-Ameríku.[3] Á Íslandi haustlynglyng er ein af sjaldgæfustu jurtum landsins og vex aðeins á þrem stöðum: Felli í Mýrdal, Helli í Ölfusi og í hlíðum Ingólfsfjalls.[4]

Myndasafn

breyta

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 1,7 „Erica tetralix L. is an accepted name“. The Plant List. Afrit af upprunalegu geymt þann maí 16, 2019. Sótt 16. maí 2019.
  2. Hörður Kristinsson (2012). Íslenska plöntuhandbókin - Blómplöntur og byrkningar (3. útgáfa). Reykjavík: Mál og menning. bls. 364. ISBN 9979-3-1727-2.
  3. „Taxon: Erica tetralix L.“. National Plant Germplasm System. Afrit af upprunalegu geymt þann febrúar 2, 2017. Sótt 16. maí 2019.
  4. „Haustlyng“. Flóra Íslands. Sótt 16. maí 2019.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta
  NODES
Intern 1
languages 1
mac 2