Heilaskönnun er tækni til að taka myndir af lifandi heila, annaðhvort formgerð hans eða virkni. Heilaskönnun er til að mynda notuð í læknisfræði, taugavísindum og sálfræði.

Mynd af mannsheila, tekin með MRI-skanna.

Á seinni hluta 20. aldar komu fram tæki sem gerðu mönnum kleift að skoða í þaula heila mannsins og skoða virkni hans. Tæki til heilaskönnunar (einnig þekkt sem heilaskimun) eru margs konar og notagildi þeirra mismunandi, en þessi byltingarkennda rannsóknaraðferð gerir læknum kleift að staðsetja heilaskemmdir fyrir lát sjúklingsins auk þess að kortleggja líffæri heilans og fylgjast með virkni heilans við vinnslu á verkefnum sem sjúklingnum er sett fyrir. Eðlilega er reynt að forðast óþægindi og óæskilegan skaða í garð sjúklinganna sem af notkun tækjanna gæti hlotist og eru tækin öll skaðlaus ef farið er eftir ákveðnum vinnureglum.

Eins og áður hefur komið fram eru til margar mismunandi gerðir tækja til heilaskimunar en frægast þeirra er ef til vill CAT-skanninn sem var fundinn upp árið 1971, en í stuttu máli virka tækin þannig að fjöldi tvívíðra mynda er raðað saman með hjálp tölva til að búa til þrívíddar líkan sem hægt er að skoða frá öllum hliðum.

Tækni sem notuð er til heilaskönnunar

breyta
   Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
languages 1