Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1974

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1974 eða HM 1974 var haldið í Vestur-Þýskalandi dagana 13. júní til 7. júlí. Þetta var tíunda heimsmeistarakeppnin. Heimamenn urðu heimsmeistarar eftir sigur á Hollendingum í úrslitaleik. Keppt var um nýjan verðlaunagrip en Brasilíumenn höfðu unnið þann fyrri til eignar á HM 1970.

Löndin sem tóku þátt.

Val á gestgjöfum

breyta

Á FIFA-þinginu árið 1966 var tekin ákvörðun um staðsetningu keppnanna árin 1974, HM 1978 og HM 1982. Fyrir lá að fyrsta og síðasta keppnin yrðu í Evrópu en miðkeppnin í Norður- eða Suður-Ameríku. Auk Vestur-Þjóðverja höfðu Spánverjar, Ítalir og Hollendingar lýst áhuga á að halda mótið 1974. Tvær síðarnefndu þjóðirnar drógu sig til baka og í kjölfarið ákváðu Spánverjar að gera slíkt hið sama gegn loforði um stuðning við að fá mótið 1982. Vestur-Þýskaland varð því sjálfkjörið í hlutverk gestgjafa.

Undankeppni

breyta

99 lið kepptu um 14 laus sæti í úrslitakeppninni, auk gestgjafa og ríkjandi meistara. Norður-Ameríkukeppnin 1973, sem fram fór á Haítí, var látin gilda sem forkeppni HM og komu heimamenn þar mjög á óvart með því að fara með sigur af hólmi. Mexíkó sat eftir þrátt fyrir að hafa keppt í sex undanförnum úrslitakeppnum. Saír varð fulltrúi Afríku í fyrsta og eina skiptið. Ástralir komust sömuleiðis í fyrsta sinn í úrslitakeppni eftir lokaeinvígi gegn Suður-Kóreu sem endaði með oddaleik í Hong Kong.

Úrúgvæ og Argentína unnu sína riðla í Suður-Ameríkukeppninni og komust áfram ásamt Síle sem fór líklega auðveldustu leið allra liða í úrslitin. Eftir þriggja leikja einvígi við Perú komust Sílemenn í umspil við Sovétríkin, fulltrúa Evrópu. Leikurinn átti að fara fram rétt í kjölfar valdaránsins 1973, Sovétmenn neituðu að mæta til leiks og voru dæmdir úr keppni.

Svíar þurftu oddaleik til sigurs gegn Austurríkismönnum þar sem markamunur liðanna í riðlakeppninni var sá sami, Ungverjar hlutu jafnmörg stig en sátu eftir. Stórsigrar Hollendinga á Norðmönnum (9:1) og Íslendingum (8:0) dugðu þeim til að slá út Belga á markatölu. Englendingar náðu bara jafntefli gegn Pólverjum á heimavelli í lokaleiknum og sátu eftir. Spánverjar og Frakkar féllu sömuleiðis úr leik gegn Júgóslövum og Sovétmönnum.

Lukkudýr

breyta

Tip & Tap voru einkennistákn keppninnar. Það voru tveir teiknimyndadrengir í treyju sem svipaði til búnings þýska landsliðsins með skammstöfunina WM74 áletraða.

Þátttökulið

breyta

Sextán þjóðir mættu til leiks frá fimm heimsálfum.

Leikvellir

breyta
Vestur-Berlín München, Bæjaralandi Stuttgart, Baden-Württemberg
Ólympíuleikvangurinn Ólympíuleikvangurinn Neckarstadion
Sætafjöldi: 86,000 Sætafjöldi: 77,573 Sætafjöldi: 72,200
     
Gelsenkirchen, Norðurrín-Vestfalíu Düsseldorf, Norðurrín-Vestfalíu Frankfurt, Hessen
Parkstadion Rheinstadion Waldstadion
Sætafjöldi: 72,000 Sætafjöldi: 70,100 Sætafjöldi: 62,200
     
Hamburg Hanover, Neðra Saxlandi Dortmund, Norðurrín-Vestfalíu
Volksparkstadion Niedersachsenstadion Westfalenstadion
Sætafjöldi: 61,300 Sætafjöldi: 60,400 Sætafjöldi: 53,600
     

Keppnin

breyta

Riðlakeppnin

breyta

Keppt var í fjórum riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í milliriðla.

Riðill 1

breyta

Það voru blendin viðbrögð þegar Vestur- og Austur-Þýskaland drógust saman í riðil. Þetta reyndist eini landsleikur liðanna tveggja í sögunni. Sárafáir Austur-Þjóverjar, flestir framámenn í Kommúnistaflokknum, fengu að fylgja liði sínu vestur yfir landamærin og sáu gríðarlega óvæntan sigur sinna manna á gestgjöfunum, 1:0. Austur-Þjóðverjar náðu því toppsætinu en Vestur-Þýskaland mátti sætta sig við annað sætið á undan Sílebúum og Áströlum. Vestur-Þjóðverjum þótti sárt að tapa fyrir nágrönnum sínum en gátu þó huggað sig við að annað sætið gaf þeim umtalsvert auðveldari milliriðil en ella hefði verið.

Carlos Caszely leikmaður Síle fékk þann vafasama heiður í leiknum gegn Vestur-Þjóðverjum að fá fyrstur allra að líta rauða spjaldið í sögu HM. Rauð spjöld fyrir brottvikningar voru kynnt til sögunnar fyrir HM í Mexókó fjórum árum fyrr, en voru aldrei notuð.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Austur-Þýskaland 3 2 1 0 4 1 +3 5
2   Vestur-Þýskaland 3 2 0 1 4 1 +3 4
3   Síle 3 0 2 1 1 2 -1 2
4   Ástralía 3 0 1 2 0 5 -5 1
14. júní 1974
  Vestur-Þýskaland 1-0   Síle ÓlympíuleikvangurinnBerlín
Áhorfendur: 81.100
Dómari: Doğan Babacan, Tyrklandi
Breitner 18
14. júní 1974
  Austur-Þýskaland 2-0   Ástralía Volksparkstadion, Hamburg
Áhorfendur: 17.000
Dómari: Youssou N'Diaye, Senegal
Curran 58 (sjálfsm.), Streich 72
18. júní 1974
  Vestur-Þýskaland 3-0   Ástralía Volksparkstadion, Hamborg
Áhorfendur: 53.000
Dómari: Mahmoud Mustafa Kamel, Egyptalandi
Overath 12, Cullmann 34, Müller 53
18. júní 1974
  Síle 1-1   Austur-Þýskaland ÓlympíuleikvangurinnBerlín
Áhorfendur: 28.300
Dómari: Aurelio Angonese, Ítalíu
Ahumada 69 Hoffmann 55
22. júní 1974
  Ástralía 0-0   Síle ÓlympíuleikvangurinnBerlín
Áhorfendur: 17.400
Dómari: Jafar Namdar, Íran
22. júní 1974
  Vestur-Þýskaland 0-1   Austur-Þýskaland Volksparkstadion, Hamborg
Áhorfendur: 60.200
Dómari: Ramón Barreto Ruíz, Úrúgvæ
Sparwasser 77

Riðill 2

breyta

Skotar sátu eftir með sárt ennið í riðli 2 og féllu úr leik þrátt fyrir að vera eina liðið í keppninni sem tapaði ekki leik. Landslið Saír reyndist algjör eftirbátur annarra liða og 9:0 tapið gegn Júgóslavíu varð eitt það stærsta í sögu keppninnar. Brasilíumenn gerðu tvö markalaus jafntefli og þóttu leika leiðinlegan og varnarsinnaðan bolta í hrópandi mótsögn við sigurlið þeirra fjórum árum fyrr.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Júgóslavía 3 1 2 0 10 1 +9 4
2   Brasilía 3 1 2 0 3 0 +3 4
3   Skotland 3 1 2 0 3 1 +2 4
4   Saír 3 0 0 3 0 14 -14 0
13. júní 1974
  Brasilía 0-0   Júgóslavía Waldstadion, Frankfurt
Áhorfendur: 62.000
Dómari: Rudolf Scheurer, Sviss
14. júní 1974
  Skotland 2-0   Saír WestfalenstadionDortmund
Áhorfendur: 25.800
Dómari: Gerhard Schulenburg, Vestur-Þýskalandi
Lorimer 26, Jordan 34
18. júní 1974
  Skotland 0-0   Brasilía Waldstadion, Frankfurt
Áhorfendur: 62.000
Dómari: Arie van Gemert, Hollandi
13. júní 1974
  Saír 0-9   Júgóslavía Parkstadion, Gelsenkirchen
Áhorfendur: 31.700
Dómari: Omar Delgado Gómez, Kólumbíu
Bajević 8, 30, 81 Džajić 14, Šurjak 18, Katalinski 22, Bogićević 35, Oblak 61, Petković 65
22. júní 1974
  Brasilía 1-1   Júgóslavía Waldstadion, Frankfurt
Áhorfendur: 56.000
Dómari: Alfonso González Archundía, Mexíkó
Jordan 88 Karasi 81
22. júní 1974
  Brasilía 3-0   Saír Parkstadion, Gelsenkirchen
Áhorfendur: 36.200
Dómari: Nicolae Rainea, Rúmeníu
Jairzinho 12, Rivellino 66, Valdomiro 79

Riðill 3

breyta

Riðill 3 var talinn sá erfiðasti í keppninni, þar sem Svíþjóð var almennt álitið langsterkasta liðið úr neðsta styrkleikaflokki, sem að öðru leyti innihélt lið utan Evrópu og Suður-Ameríku. Búlgarir kepptu í sinni fjórðu úrslitakeppni í röð og líkt og í fyrri tilraunum mistókst þeim að vinna leik. Hollendingar og Svíar skildu jafnir í innbyrðisleik sínum og komust áfram í milliriðil.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Holland 3 2 1 0 6 1 +5 5
2   Svíþjóð 3 1 2 1 3 0 +3 4
3   Búlgaría 3 0 2 1 2 5 +3 2
4   Úrúgvæ 3 0 1 2 1 6 -5 1
15. júní 1974
  Úrúgvæ 0-2   Holland Niedersachsenstadion, Hanover
Áhorfendur: 55.100
Dómari: Károly Palotai, Ungverjalandi
Rep 7, 86
15. júní 1974
  Svíþjóð 0-0   Búlgaría Rheinstadion, Düsseldorf
Áhorfendur: 23.800
Dómari: Edison Peréz Núñez, Perú
19. júní 1974
  Búlgaría 1-1   Úrúgvæ Niedersachsenstadion, Hanover
Áhorfendur: 13.400
Dómari: Jack Taylor, Englandi
Bonev 75 Pavoni 87
19. júní 1974
  Svíþjóð 0-0   Holland WestfalenstadionDortmund
Áhorfendur: 53.700
Dómari: Werner Winsemann, Kanada
23. júní 1974
  Búlgaría 1-4   Holland WestfalenstadionDortmund
Áhorfendur: 53.300
Dómari: Tony Boskovic, Ástralíu
Krol 78 (sjálfsm.) Neeskens 5 (vítasp.), 44 (vítasp.), Rep 71, de Jong 88
23. júní 1974
  Úrúgvæ 0-3   Svíþjóð Rheinstadion, Düsseldorf
Áhorfendur: 28.300
Dómari: Erich Linemayr, Austurríki
Edström 46, 77, Sandberg 74

Riðill 4

breyta
 
Grzegorz Lato skorar sjöunda og síðasta mark Pólverja í stórsigri á Haítí.

Haítí tók þátt í úrslitakeppni HM í fyrsta og eina sinn í sögunni. Lið þeirra fékk óskabyrjun þegar það komst yfir á móti Ítölum, en fram að því hafði Dino Zoff haldið hreinu í 1.143 mínútur með landsliðinu, sem var heimsmet. Gleðin varð skammvinn og Haítí tapaði öllum þremur leikjum sínum og lauk keppni með markatöluna 14:2. Munaði þar mestu um 7:0 skell gegn Pólverjum, sem varð til þess að leikmenn óttuðust um líf sitt vegna reiði einræðisherrans Jean-Claude Duvalier.

Best var frammistaða leikmanna Haítí gegn Ítölum sem unnu þá einungis með tveggja marka mun. Það reyndist dýrkeypt þeim síðarnefndu því Ítalir sátu eftir í riðlinum á kostnað Argentínu á markatölu. Pólverjar unnu alla þrjá leiki sína.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Pólland 3 0 0 0 12 3 +5 6
2   Argentína 3 1 1 1 7 5 +2 3
3   Ítalía 3 1 1 1 5 4 +1 3
4   Haítí 3 0 0 3 2 14 -6 0
15. júní 1974
  Ítalía 3-1   Haítí ÓlympíuleikvangurinnMünchen
Áhorfendur: 53.000
Dómari: Vicente Llobregat, Venesúela
Rivera 52, Benetti 66, Anastasi 79 Sanon 46
15. júní 1974
  Pólland 3-2   Argentína Neckarstadion, Stuttgart
Áhorfendur: 32.700
Dómari: Clive Thomas, Wales
Lato 7, 62, Szarmach 8 Heredia 60, Babington 66
19. júní 1974
  Argentína 1-1   Ítalía Neckarstadion, Stuttgart
Áhorfendur: 70.100
Dómari: Pavel Kazakov, Sovétríkjunum
Houseman 20 Perfumo 35 (sjálfsm.)
19. júní 1974
  Pólland 7-0   Haítí ÓlympíuleikvangurinnMünchen
Áhorfendur: 25.300
Dómari: Govindasamy Suppiah, Singapúr
Lato 17, 87, Deyna 18, Szarmach 30, 34, 50, Gorgoń 31
23. júní 1974
  Argentína 4-1   Haítí ÓlympíuleikvangurinnMünchen
Áhorfendur: 25.900
Dómari: Pablo Sánchez Ibáñez, Spáni
Yazalde 15, 68, Houseman 18, Ayala 55 Sanon 63
23. júní 1974
  Pólland 2-1   Ítalía Neckarstadion, Stuttgart
Áhorfendur: 70.100
Dómari: Hans-Joachim Weyland, Vestur-Þýskalandi
Szarmach 38, Deyna 44 Capello 85

Milliriðlar

breyta

Keppt var í tveimur fjögurra liða riðlum. Sigurliðin fóru í úrslitaleikinn en liðin í öðru sæti léku um bronsverðlaunin.

A riðill

breyta
 
Argentína og Brasilía eigast við í milliriðlinum.

Holland og Brasilía unnu bæði tvo fyrstu leiki sína í riðlinum, sem þýddi að liðin mættust í hreinum úrslitaleik um hvort þeirra kæmist í úrslitaleikinn. Hollendingar reyndust sterkari með mörkum frá Neeskens og Cruyff. Sigur Hollendinga á Argentínumönnum í fyrstu umferðinni þótti sérstaklega öruggur og snerti hollenski markvörðurinn boltann aðeins einu sinni allan leikinn.

 
Hollendingar skora seinna mark sitt gegn Austur-Þjóðverjum.
Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Holland 3 3 0 0 8 0 +8 6
2   Brasilía 3 2 0 1 3 3 0 4
3   Austur-Þýskaland 3 0 1 2 1 4 -3 1
4   Argentína 3 0 1 2 2 7 -5 1
26. júní 1974
  Holland 4-0   Argentína Parkstadion, Gelsenkirchen
Áhorfendur: 56.548
Dómari: Bob Davidson, Skotlandi
Cruyff 11, 90, Krol 25, Rep 73
26. júní 1974
  Brasilía 1-0   Austur-Þýskaland Niedersachsenstadion, Hanover
Áhorfendur: 59.863
Dómari: Clive Thomas, Wales
Rivelino 60
30. júní 1974
  Argentína 1-2   Brasilía Niedersachsenstadion, Hanover
Áhorfendur: 39.400
Dómari: Vital Loraux, Belgíu
Brindisi 35 Rivelino 32, Jairzinho 49
30. júní 1974
  Austur-Þýskaland 0-2   Holland Parkstadion, Gelsenkirchen
Áhorfendur: 68.348
Dómari: Rudolf Scheurer, Sviss
Neeskens 7, Rensenbrink 59
3. júlí 1974
  Argentína 1-1   Austur-Þýskaland Parkstadion, Gelsenkirchen
Áhorfendur: 54.254
Dómari: Jack Taylor, Englandi
Houseman 20 Streich 14
3. júlí 1974
  Holland 2-0   Brasilía WestfalenstadionDortmund
Áhorfendur: 53.700
Dómari: Kurt Tschenscher, Vestur-Þýskalandi
Neeskens 50, Cruyff 65

B riðill

breyta

Líkt og í A-riðlinum var hreinn úrslitaleikur í lokaumferðinni eftir að Vestur-Þjóðverjar og Pólverjar unnu báða fyrstu leiki sína. Mark frá Gerd Müller skildi liðin af og heimamenn komust í úrslitaleikinn.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Vestur-Þýskaland 3 3 0 0 7 2 +5 6
2   Pólland 3 2 0 1 3 2 +1 4
3   Svíþjóð 3 1 0 2 4 6 -2 2
4   Júgóslavía 3 0 0 3 2 6 -4 0
26. júní 1974
  Júgóslavía 0-2   Vestur-Þýskaland Rheinstadion, Düsseldorf
Áhorfendur: 67.385
Dómari: Armando Marques, Brasilíu
Breitner 39, Müller 82
26. júní 1974
  Svíþjóð 0-1   Pólland Attendance, Stuttgart
Áhorfendur: 44.955
Dómari: Ramón Barreto, Úrúgvæ
Lato 43
30. júní 1974
  Pólland 2-1   Júgóslavía Waldstadion, Frankfurt
Áhorfendur: 58.000
Dómari: Rudi Glöckner, Austur-Þýskalandi
Deyna 24 (vítasp.), Lato 62 Karasi 43
30. júní 1974
  Vestur-Þýskaland 4-2   Svíþjóð Rheinstadion, Düsseldorf
Áhorfendur: 67.800
Dómari: Pavel Kazakov, Sovétríkjunum
Overath 51, Bonhof 52, Grabowski 76, Hoeneß 89 (vítasp.) Edström 24, Sandberg 53
3. júlí 1974
  Pólland 0-1   Vestur-Þýskaland Waldstadion, Frankfurt
Áhorfendur: 62.000
Dómari: Erich Linemayr, Austurríki
Müller 76
3. júlí 1974
  Svíþjóð 2-1   Júgóslavía Rheinstadion, Düsseldorf
Áhorfendur: 41.300
Dómari: Luis Pestarino, Argentínu
Edström 29, Torstensson 85 Šurjak 27

Leikur Þjóðverja og Pólverja fór fram við krefjandi aðsæður, því mikil rigning hafði gert völlinn nánast óleikhæfan. Vatnsflaumurinn gerði það að verkum að boltinn skoppaði og rann lítið sem ekkert og hafði það áhrif á leikstíl beggja liða. Pólverjar höfðu teflt fram mjög sigurstranglegu liði og talað var um liðið sem eitt besta lið Póllands frá upphafi. Markvörður Pólverja, Jan Tomaszewski, átti stórleik og varði fjölmörg skot Vestur-Þjóðverja sem unnu að lokum 1-0 sigur með marki sem Gerd Müller skoraði á 76. mínútu leiksins.[1] Sigurinn tryggði Vestur-Þjóðverjum sæti í úrslitaleiknum þar sem þeir unnu Hollendinga og urðu heimsmeistarar. Enn má finna til sölu litlar plastflöskur sem sagt er að innihaldi vatn frá Waldstadion-leikvanginum þegar leikurinn var spilaður. Margar samsæriskenningar eru til um sigur Vestur-Þjóðverja á Pólska liðinu. Samkvæmt einni samsæriskenningunni dældu vestur-þýskir vallarstarfsmenn vatni burt af öðrum vallarhelmingnum. Franz Beckenbauer, leikmaður Vestur-Þjóðverja sagði síðar: „Við venjulegar aðstæður hefðum við líklega ekki átt möguleika. En þennan dag voru aðstæður langt frá því að vera venulegar.“[2]

Bronsleikur

breyta

Pólverjar hlutu þriðja sætið, eftir sigur á Brasilíu. Í fyrsta sinn í sögu Heimsmeistarakeppninnar gilti sú regla að gripið hefði verið til vítaspyrnukeppni ef leiknum hefði lyktað með jafntefli eftir framlengingu í stað þess að liðin mættust að nýju. Ekki reyndi á þá reglu.

6. júlí 1974
  Brasilía 0-1   Pólland ÓlympíuleikvangurinnMünchen
Áhorfendur: 77.100
Dómari: Aurelio Angonese
Lato 76

Úrslit

breyta

Hollendingar fengu óskabyrjun í úrslitaleiknum í Berlín þegar Johan Neeskens skoraði úr vítaspyrnu eftir aðeins einnar mínútu leik. Paul Breitner jafnaði metin, einnig úr vítaspyrnu, eftir nærri hálftíma leik. Skömmu fyrir leikhlé skoraði svo Gerd Müller það sem reyndist sigurmarkið. Upphaf leiksins tafðist vegna þess að vallarverðir höfðu gleymt að setja upp hornfána.

7. júlí 1974
  Holland 1-2   Vestur-Þýskaland ÓlympíuleikvangurinnMünchen
Áhorfendur: 75.200
Dómari: Jack Taylor
Neeskens 2 Breitner 25, Müller 43

Markahæstu leikmenn

breyta

97 mörk voru skoruð í keppninni og skiptust þau niður á 53 leikmenn, þar af voru þrjú sjálfsmörk.

7 mörk

5 mörk

4 mörk

Veður

breyta
 
Vestur-Þjóðverjar fagna titlinum.

Veðrið setti mikinn svip á leikina. Mótið var haldið í júní og júlí og á þessum tíma var sumarveðrið í Vestur-Þýskalandi almennt milt með meðalhita á milli 20–25°C. Á mótinu komu bæði óvenju heitir og blautir dagar, sem sköpuðu ólíkar áskoranir fyrir leikmenn og þjálfara. Veðrið í München, þar sem hluti leikjanna fór fram, var oft hlýtt og þurrt. Í öðrum borgum eins og Hamburg og Frankfurt var veðrið mun breytilegra og ófyrirsjáanlegra og var bæði rigning og kalt.[3] Veðrið gerði vallaraðstæður erfiðar og liðin þurftu að vera vel undirbúin til að aðlagast þessum aðstæðum. Blautir vellir hægðu á leikjunum og gerðu boltann sleipari og óútreiknanlegri. Þetta hafði mikil áhrif á leikstíl liðanna og heppni hafði stundum meira vægi en geta liðanna.[4]

Úrslitaleikurinn á milli Vestur-Þýskalands og Hollands fór fram í hita og sólskini sem skapaði líka áskoranir. Leikmenn áttu erfitt með að halda sama hraðanum allan leikinn og voru sýnilega þreyttir í hitanum. Fjölbreytt veðrið gerði mótið krefjandi bæði fyrir leikmenn og skipuleggjendur. Einnig sýndi það hversu mikilvægt það var að vera undirbúinn fyrir mismunandi veður á stórmótum [5]

Heimildir

breyta
  1. Williams, Aidan (4. september 2015). „Germany v Poland – The Water Battle of Frankfurt“. Back Page Football (bandarísk enska). Sótt 2. desember 2024.
  2. „The Water Battle“. www.porta-polonica.de (enska). Sótt 2. desember 2024.
  3. Atlas, Weather. „July weather - Summer 2025 - Germany“. Weather Atlas (bandarísk enska). Sótt 26. nóvember 2024.
  4. „Planet World Cup - 1974 - Story of West Germany '74“. www.planetworldcup.com. Sótt 26. nóvember 2024.
  5. Stephen Joyce (Júní 2018). „World Cups remembered: West Germany 1974“. Sky Sports. Sótt Nóvember 2024.
  NODES