Hjartarsalt
Hjartarsalt eða ammóníumkarbónat ((NH4)2CO3) er hvítt duft, það er blanda af ammóníumbíkarbónati NH4HCO3 og ammóníumkarbamínati NH2COONH4. Bræðslumark þess er 58 °C.
Hjartarsalt er notað sem lyftiefni í bakstur, aðallega smákökubakstur til að fá sléttar og stökkar kökur. Ammoníaksgufurnar sem myndast þegar deigið hitnar - en þær gefa lyftingu - þurfa að gufa alveg upp en það næst ekki í stærri og blautari kökum. [1]
Hjartarsalt er í mörgum norrænum uppskriftum t.d. af íslenskum loftkökum.
Hjartarsalt er notað sem ilmsalt til að vekja fólk af yfirliði. Nafnið er dregið af því að efnið var unnið úr hári og hornum dýra, ekki síst hjartardýra.
Tilvísanir
breytaHeimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Ammonium carbonate“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. ágúst 2008.
- „Hvers vegna heitir hjartarsalt þessu nafni?“. Vísindavefurinn.