Hurð er viðar-, málm-, gler- eða plastfleki sem notaður er til að loka dyrum á byggingum eða öðru opi og eru allt frá því vera aðeins nokkrar fjalir negldar saman til að byrgja op til þess að vera til dæmis knúnar með rafmagni. Flestar hurðir haldast lokaðar með hlaupjárni sem er læsingarjárn í lás sem fellur inn í dyrastafinn þegar lokað er og tengist hurðarhúninum. Hurð má ekki rugla saman við dyrnar, en dyr eru opið sjálft, ólíkt því sem gerist í ensku, door.

Skreytt hurð á indversku klaustri
Hurð

Venjulegar hurðir svo sem flestar bílahurðir og vængjahurðir, leika á hjörum en þó ekki allar. Rennihurðir sem dæmi eru festar öðrum megin við vegg eða inn í þeim og rennt eða renna sjálfkrafa til hliðar inn í fals, til dæmis margar lyftuhurðir, eða harmóníkuhurðir sem falla saman í minni einingar. Einnig eru til fellihurðir eins og rimlahurðir úr málmi sem er rennt fyrir verslanir eftir lokun. Á kastölum má oft sjá vinduhurðir sem er undið upp með togvindu.

Hurðir koma í mörgum stærðum og gerðum og eru smíðaðar úr mörgum efnum, til dæmis furu, oregon furu (pine) mahóní, plast eða stáli.

Hurðir koma fyrir í íslenskum málsháttum, saman ber „Þar skall [hurð] nærri hælum“. Sá málsháttur þýðir að eitthvað hafi næstum gerst sem ef það hefði gerst þá hefði það verið slæmt ef það hefði gert. Sú saga kemur frá Sæmundi fróða þegar hann var í háskóla í Evrópu og hurð skall næstum á hælinn hans en það gerðist ekki heldur skall nærri hælnum hans.[1] Einnig í orðtakinu „Að reisa sér hurðarás um öxl“. Það orðtak er gamalt og merking þess því óræð og hver merking höfundar er eins og hún birtist honum þegar ortakið var skapað.

Talað er um að hurð sé of rík í falsinu ef hún er of stór miðað við dyraumbúnaðinn eða hafi hún bólgnað út af raka og erfitt reynist að loka henni.

Tilvísanir

breyta
  1. Stofnun Sæmundar fróða. „Hver var Sæmundur fróði?“. Sótt 15. apríl 2014.

Tenglar

breyta
   Þessi byggingarlistgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
languages 1