Indóírönsk tungumál

Indóírönsk tungumál eru stærsta og austasta frumgrein indóevrópskra tungumála. Talendur indóíranskra mála eru yfir 1 milljarður og málsvæði þeirra spannar frá Kákasus (ossetíska) og Evrópu (sígaunamál), austur til Xinjiang (sarikólí) og Assam (assamíska), og suður til Maldíveyja (maldíveyska).

Indóírönsk tungumál
Ætt Indóevrópskt
Frummál Frumindóíranska
Undirflokkar Indóarísk tungumál
Írönsk tungumál
Núristanímál
ISO 639-5 iir
  Indóírönsk mál

Frummálið sem öll indóírönsk tungumál eiga rætur sínar að rekja til er frumindóíranska sem töluð var síðla á 3. árþúsundi f.Kr. Indóírönsk tungumál greinast í þrent: indóarísk, írönsk og núristanímál. Flest stærstu indóírönsku málin tilheyra indóarísku greininni, t.d. hindí-úrdú (590 milljón málhafar), bengalska (205 milljónir), púndjabí (200 milljónir), marathí (75 milljónir), gújaratí (50 milljónir), bhojpúrí (40 milljónir) og awadhí (40 milljónir). Stærstu írönsku málin eru persneska (60 milljónir), pastú (60 milljónir) og kúrdíska (35 milljónir).

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES
Done 1