Jacques Cartier (31. desember 14911. september 1557) var franskur landkönnuður sem er almennt álitinn einn af mikilvægustu könnuðum Kanada. Hann kannaði einkum það svæði í Austur-Kanada sem síðar átti eftir að verða þungamiðja landnáms Evrópubúa þar. Hann fór þrjár ferðir til Kanada 1534, 1535-1536 og 1541-1542. Upphaflegt markmið hans var að finna norðvesturleiðina til Asíu. Í því skyni kannaði hann Nýfundnaland og sigldi upp Lawrence-fljót, hitti innfædda og helgaði land Frakkakonungi.

Jacques Cartier á málverki frá 19. öld eftir Théophile Hamel.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES