Jakobítar voru pólitísk hreyfing í Bretlandi og á Írlandi sem stefndi að endurheimt konungdæmis Stúartættarinnar eftir að síðasti Stúartkonungurinn, Jakob 2. Englandskonungur, var hrakinn frá völdum af Vilhjálmi Óraníufursta frá Hollandi. Jakobítar gerðu nokkrar uppreisnir frá 1689 til 1746.

Charles Edward Stuart, „bonnie prince Charlie“, með hvítan borðahnút, merki jakobíta, í hatti sínum.

Eftir Dýrlegu byltinguna 1688 lifðu Jakob 2. og afkomendur hans í útlegð í Frakklandi en gerðu nokkrar tilraunir til að endurheimta breska konungdæmið. Stuðningsmenn þeirra voru aðallega í skosku hálöndunum, Írlandi og í norðurhluta Englands (Northumberland og Lancashire). Þó nokkra stuðningsmenn var líka að finna í Suðvestur-Englandi og Wales.

Jakobítar litu svo á að valdataka Maríu og Vilhjálms væri ólögleg. Kaþólskir íbúar Bretlands vonuðu auk þess að Stúartættin myndi aflétta hömlum á trú þeirra og mismunun gegn þeim. Í Skotlandi blandaðist málstaður jakobíta við skoska ættbálkakerfið.

Merki jakobíta er hvítur borðahnútur. Jakobítar halda 10. júní, afmælisdag James Francis Edward Stuart, hátíðlegan sem dag hvítu rósarinnar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES