Jasper-þjóðgarðurinn

Jasper-þjóðgarðurinn (enska: Jasper National Park) er í Klettafjöllum Kanada, nánar tiltekið í Alberta, vestur af borginni Edmonton. Hann er 10.878 km2 að stærð og stærsti þjóðgarðurinn í kanadísku Klettafjöllunum. Suður af Jasperþjóðgarðinum er Banffþjóðgarðurinn og milli þeirra liggur þjóðvegurinn Icefields Parkway. Þekktir staðir innan þjóðgarðsins eru Maligne Lake, Columbia jökullinn (Columbia Icefield), Medicine Lake, Pyramid Lake og Athabasca Falls. Hæsta fjallið er Mount Columbia (3747 metrar).

Staðsetning í Alberta.
Gróft kort.
Maligne Lake.
Icefields Parkway.
Columbia Icefield.
Fryatt Valley.

Innan þjóðgarðsins eru miklir barrskógar, fjöll, jöklar, fossar, gljúfur og vötn. Einnig má finna hveri og steingervinga þar. Dýralíf er fjölbreytt og meðal spendýra eru: Bjarndýr, elgir, klettafjallageitur, úlfar, íkornar, múshéri, múrmeldýr, vapítihjörtur og önnur hjartardýr.

Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1930 og var settur á lista heimsminjaskrá UNESCO 1984. Bærinn Jasper er miðstöð athafna og ferðamennsku innan garðsins.

Tengill

breyta

Listi yfir þjóðgarða í Kanada

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Jasper National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. mars 2018.

  NODES
languages 1
os 1