Joan Miró

spænskur listmálari, myndhöggvari og leirlistamaður (1893-1983)

Joan Miró i Ferrà (20. apríl 189325. desember 1983) var spænskur listmálari, myndhöggvari og leirlistamaður, fæddur í Barcelona. Safn honum til heiðurs, Fundació Joan Miró, er starfrækt þar í borg. Verk hans hafa verið flokkuð sem súrrealísk, enda oft talinn einn helsti liðsoddur þeirrar stefnu, en oft blandast þar einnig saman hræringar undirmeðvitundarinnar, endursköpun á bernskunni og stolt hins katalanska þjóðernis.

Joan Miró (1935)

Miró kom af ættum gullsmiða og húsgagnasmíðara.[1] Hann byrjaði ungur að teikna sér til gamans í kennslustundum í grunnskóla áður en hann gekk í listaskólann í La Llotja árið 1907, föður sínum til mikillar gremju. Hann lærði í Cercle Artístic de Sant Lluc[2] skólanum og hélt sína fyrstu sýningu árið 1918 í Dalmau galleríinu. Verkum hans var vægast sagt illa tekið, enda voru þau mjög nýstárleg og öðruvísi en þau verk sem voru algeng á þessum tíma.[3] Miró flutti til Parísar árið 1920 til þess að vera nær listasamfélaginu sem hafði myndast þar. Þegar að hann flutti til Parísar þá fór stíllinn hans að breytast nokkuð, það fór að bera meira á einstökum stíl Miró ásamt áhrifum frá Þjóðernishyggju. Þjóðernisstíllinn sem hann var farinn að mynda sér einkenndi verk hans út ferillinn, sem og symbólismi.

Árið 1924 gekk Miró í hóp sem kallaði sig Súrrealíska hópinn. Þau verk sem hann gerði á því tímabili sem hann var í þessum hóp eru oft kölluð „Draumaverk“ Mírós en þau voru langt frá því að vera hefðbundin.[4] Árið 1928 málaði hann verkið The Dutch Interiors en það er talið marka endalok draumatímabilsins.[5] Miró giftist Pilar Juncosa Iglesias í Palma á Mallorca árið 1929. Með henni eignaðist hann dótturina Dolores árið 1931. Miró var giftur Pilar til dauðadags, 25. desember 1983.[6]

Joan Miró var einn þekktasti listamaður heimsins á 20. öld. Verk hans voru gríðarlega áhrifamikil í listaheiminum og þá sérstaklega fyrir þá sem aðhylltust súrrealíska stefnu.

Tilvísanir

breyta
  1. Victoria Combalia, „Miró's Strategies: Rebellious in Barcelona, Reticent in Paris“, úr Joan Miró: Snail Woman Flower Star, Prestel 2008.
  2. „Joan Miró“. Totally History.
  3. Maya Jaggi, „Miró images in Barcelona“, The Independent, 13. apríl 2011.
  4. Anne Umland. „A Challenge to Painting: Miró and Collage in the 1920s.“ í Joan Miró. Agnes De la Beaumelle (ritstj.). London: Paul Holberton Publishing, 2004: 61-69.
  5. „Miró: The Dutch Interiors“ Geymt 23 desember 2010 í Wayback Machine í Metropolitan Museum of Art.
  6. John Russell, Matisse, Father & Son. New York: Harry N. Abrams, 1999: 387-389. ISBN 0-8109-4378-6
  NODES