Kósi (kós eða kóssi) er hlíf, oftast úr málmi en líka úr plasti eða öðru efni, til varnar sliti innan í gati eða lykkju sem band leikur í. Á reimuðum skóm eru tveir ristarflipar og á hvorum tveggja þeirra er oftast röð kósa sem skóþvengir eru þræddir í gegnum. Kósar eru líka algengir á beislum, beltum og seglum. Kósar eru einnig notaðir sem skraut á fatnaði, án nokkurs sérstaks tilgangs.

Málmkósar og kósatöng.
Neðst eru sex kósar, þá fjögur hök og tveir kósar efst.

Í hestamennsku er talað um að ríða kósa af og merkir að ríða í einum fleng eða flengríða, það er greitt.


  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES