Kökukefli er sívalt áhald sem notað er við bakstur og matargerð til að fletja út deig. Tvær megingerðir eru til, sum kökukefli eru sívalir, yfirleitt fremur mjóir pinnar sem er rúllað eftir deiginu með lófunum, önnur eru sverari sívalningar með gati í gegn og höldum á báðum endum. Flest kökukefli eru slétt en einnig eru til kefli með rifflum eða mynstri sem notuð eru til að fletja út deig sem á að fá sérstaka áferð.

Gömul íslensk kökukefli í brauðtrogi, á Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ.

Algengast er að kökukefli séu úr tré en þau geta einnig verið úr málmi, plasti, gleri eða marmara. Til eru kökukefli sem eru hol að innan og hægt að fylla þau með heitu eða köldu vatni til að vinna með ákveðnar tegundir af deigi.

  NODES
Done 1