Körfuvíðir (fræðiheiti: Salix viminalis) er víðitegund upprunalega úr Evrópu og vesturhluta Asíu. Hann nær oft 3 til 6 metra hæð í heimkynnum sínum og er vaxtahraðinn mikill. Börkurinn er grágrænn og greinarnar langar. Blöðin eru löng.

Körfuvíðir
Lauf körfuvíðis
Lauf körfuvíðis
Ástand stofns
Öruggt
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Malpighiales
Ætt: Víðiætt (Salicaceae)
Ættkvísl: Salix
Tegund:
S. viminalis

Tvínefni
Salix viminalis
L.

Nafn sitt dregur hann af því að greinar hans hafa verið notaðar til að búa til körfur en einnig er hann ræktaður til eldiviðar, s.s. í Svíþjóð.

Körfuvíðir á Íslandi

breyta

Um 1910 var farið að rækta afbrigði í görðum á Íslandi afbrigði af körfuvíði sem kallað var Vesturbæjarvíðir. Sú tegund barst einmitt með tágakörfum til Íslands. Annað afbrigði af körfuvíði, þingvíðir, var gróðursett í Alþingisgarðinum og barst þaðan víða og af var ræktað mikið frá 1940 til 1963 en þau tré féllu í páskahreti 1963.

  NODES