Kúrdar

Þjóðarbrot í Mið-Austurlöndum

Kúrdar eru þjóðarbrot af indóevrópskum uppruna sem búa í fjallahéruðum Tyrklands, Íraks og Írans og í minna mæli í Sýrlandi og Armeníu. Tungumál þeirra, kúrdíska, er indó-evrópskt tungumál. Þeir eru álitnir afkomendur Meda sem Heródótos talar um. Gríski sagnaritarinn Xenófon talar um þá í verki sínu Austurför Kýrosar sem „Kardúka“, fjallabúa sem réðust á her hans um 400 f.Kr.

Svæði í Mið-Austurlöndum þar sem kúrdar búa.

Kúrdar tala kúrdísku og Zaza-Gorani tungumálin, sem tilheyra Vestur-Írönsku grein Írönsku tungumála í Indó-Evrópsku tungumála fjölskyldunni.

Kúrdar eru um 30-35 milljónir og eru þar með stærsta ríkislausa þjóðarbrot heims. Sumir þeirra berjast fyrir auknu sjálfræði og stofnun ríkis kúrda.

Kúrdar eru flestir súnnítar en fyrir útbreiðslu íslam aðhylltust þeir sóróisma. Margir þeirra tóku afstöðu með Íran í stríðinu milli Írans og Íraks sem leiddi meðal annars til ofsókna gegn þeim í Írak.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  NODES