Karate (japanska: 空手, orðrétt: „tóm hönd“) er austurasísk sjálfsvarnaríþrótt sem á rætur sínar að rekja til Japans, Okinawa og Ryukyu-eyja og á endanum til kínversks kenpo og kung fu. Í karate eru veitt högg bæði með krepptum hnefa og opinni hendi og spörk auk þess sem olnbogar og hné eru notuð til að koma höggi á andstæðinginn. Karate er vinsæl keppnisíþrótt víða um heim. Mörg afbrigði eru til. Meðal þeirra vinsælustu eru Shotokan karate, Goju-ryu karate, Wado-ryu karate og Kyokushin kaikan.

Karate krefst mikillar einbeitingar.

Tenglar

breyta
  NODES
Association 1
Intern 1
languages 1
mac 1
os 2