Kristilegt rokk er afbrigði rokks, þar sem textinn fjallar annað hvort um Guð eða kristilegar hugmyndir. Yfirleitt er spilað á gítar, bassa og trommur og orgel eða einhvers konar hljóðgervla en einnig eru oft notuð önnur jafnvel framandi hljóðfæri.

Viðtökur á 6. áratugnum

breyta

Í fyrstu var rokk nýtt og spennandi. Ungt fólk var án efa áhugasamt um þetta nýja fyrirbæri en sum staðar í heiminum var rokkið ekki samþykkt af þeim sem eldri voru. Í Bandaríkjunum þá sérstaklega í suðurríkjunum var kristið fólk ekki sátt með þessa nýju tónlistarstefnu og vildi ekki að börnin sín hlustuðu á háværa tónlist og töldu þau hana vera tónlist djöfulssinns.

Elvis Presley var að mati margra frumkvöðull þessarar neikvæðni kristinna manna gegn rokkinu og rúllunni. Hann þótti hreyfa sig of kynferðislega og textarnir hans vísa og kynlíf. Þó var Elvis Prestley trúaður og gaf út gospelplötuna He touched me. Svo voru það líka The Rolling Stones sem komust í ónáð hjá kristnu fólki með laginu „Let's spend a night together“ [1]

Árið 1966, meðan þeir voru líklega vinsælasta hljómsveit veraldar, lentu Bítlarnir í vandræðum með aðdáendur sína vestanhafs þegar haft var eftir John Lennon að: „Bítlarnir væru vinsælli en Jesú“. Ýmsar kirkjur í Bandaríkjunum skipulögðu í kjölfarið brennu þar sem Bítlaplötur og fleira tengt þeim var brennt. Í kjölfarið baðst Lennon afsökunar.

Þótt trúaðir hafi margir hverjir hlustað á eða spilað rokktónlist var þetta litið hornauga af íhaldssömum söfnuðum og kirkjuleiðtogum og þá sérstaklega í suðurhluta Bandaríkjanna. Það kemur þó ekki á óvart að kristið fólk hafi verið á móti þessari tónlistarstefnu því að það hópast oft gegn því nýja og vinsæla í tónlistarheiminum með neikvæðni.[2]

Uppruni kristilegs rokks

breyta

Líklega var fyrsta rokkhljómsveitin sem vitað er að spilað hafi í kirkju Mind Garage árið 1967. Þar með eru þeir ein fyrsta kristilega rokkhljómsveitin. Plata þeirra Electric Liturgy er talin vera ein af þeim fyrstu sinnar tegundar. Larry McClurg söngvari hljómsveitarinnar segir að þegar hann var á táningsárum að hann hafi viljað syngja og vera í hljómsveit en hafði engan grun að maður gæti fengið borgað fyrir það. Hann söng lög frítt og naut þess. Seinna meir áttaði hann sig á því að það væri hægt að vinna við þetta og reyndi því næst að slá í gegn. Hann segir að það hafi verið erfitt að byrja kristlega rokkhljómsveit. Hann var sautján ára þegar hann byrjaði og 25 ára þegar honum tóks slá í gegn með hljómsveitinni sinni Mind Garage.[3]

Larry Norman er einn af fyrstu kristilegu rokktónlistarmönnunum á er líka oft kallaður faðir kristilegar rokktónlistar en nú á hans seinni árum afi hennar.[4] Normann sagði að þegar hann var lítill hefði pabbi hanns bannað honum að hlusta á útvarpið og sagt að sonur sinn skyldi sko ekki verða neinn Elvis Presley. „Ég þoli ekki rokktónlist, hún fjallar bara um einn hlut!“. „Um hvað fjallar hún pabbi?“ spurði strákur. „uhh.....rómantík“. Hann mótmælti skoðun íhaldssamra kristilegra einstaklinga er hann gaf út plötuna Upon This Rock. Lag hans „Why Should the Devil Have All the Good Music“ lýsir vel skoðun hans á tónlistinni.[5]

The Crusaders er önnur hljómsveit sem talin er marka mót í kristilegu rokki. Hún starfaði frá árunum 1966 – 1967. Þótt hún hafi ekki starfað í langan tíma er þessi hljómsveit talin hafa verið með þeim fyrstu í kristilegu rokki. Hún var samansett af fimm meðlimum, öllum frá Suður-Karólínu, sem voru allir ungir að aldri, allir um tvítugt. Plata þeirra Make a Joyful Noise with Drums and Guitars er talin ein sú fyrsta af kristilegu rokksenuni.[6]

Kristið rokk í kringum aldamótin

breyta

12 stones eru líklega frægasta kristilega rokkhljómsveitin sem er til í dag þeir komu saman árið 2000 og árið 2002 var notað lag eftir það í skemmtilegu ævitýra og hasarmyndinni „the scorpion King“.

Kristilegt rokk á Norðurlöndunum

breyta

Á Norðurlöndunum er ekki mikið um kristilegt rokk en þó er hægt að finna það. Frægasta hljómsveitin er líklega Jerusalem sem er sænsk kristileg rokk hljómsveit stofnuð árið 1975 og spilar enn þann dag í dag en þó í mun minni mæli. Meðlimirnir í Jerusalem voru mjög gagnrýndir fyrir að stofna þessa hljómsveit og töldu flestir að þetta væri ekki eitthvað sem ætti ekki heima í kirkjum, langt hár og reyksprengjur voru einfaldlega of mikið fyrir kristna fólkið í Svíþjóð. Þótt þeir boðuðu boðskap Jesú með tónlist sagði fólk að það væri djöflalegt að spila rokk. Meðlimirnir í Jerusalem trúðu á þá aðferð að kristið rokk væri leiðin til þess að ná til unga fólksinns. Þó fyrsta plata Jerusalem hafi selst í tuttugu þúsund eintökum á sex mánuðum náðu þeir ekki miklum vinsældum fyrr en þeir gáfu út þriðju plötuna sína The Warrior, sem náði miklum vinsældum í Svíþjóð, Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Eftir útgáfuna á þeirri plötu þá fóru þeir í tónleikaferð um Bandaríkin og Kanada þar sem þeir slógu í gegn.[7]

Kristnar rokkhátíðir

breyta

Creation Festival er kristin tónlistarhátíð sem er ein af þeim elstu sem til eru. Hún hefur verið haldin frá árinu 1979 og hýst marga af þekktustu kristilegu rokk hljómsveitunum. Fyrsta árið var hátíðin haldin í Lancester í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum en þá kom Billy Graham sem er einn að meðlimum The Crusaders sem voru frumkvöðlar í kristilegu rokki. Hann spilaði reyndar ekki en hann horfði á aðra með spenningi.[8]

Alive Festival er kristin tónlistarhátíð sem spilar bara kristna tónlist eins og kristilegt rokk. Hátíðin hefur verið haldin frá 1988 og er haldin seint í júní. Hún er staðsett í Atwoot lake park í Mineral borg í Ohio fylki.[9]

Creation fest er sams konar hátíð og þær fyrri en á engin tengsl við þá samnefdu hátíð fyrir ofan. Hún ýtir undir kristileg gildi tónlistarinnar. Hún er haldin án aðgangseyrirs þannig hún byggist á styrkjum og sjálfboðavinnu. Þessi hátíð byrjaði árið 2002 sem eins dags hátíð en hefur nú breyst í þriggja daga tónlistarmessu sem er vel sótt. Þessi hátíð er haldin í byrjun ágúst. Það sem er merkilegt við þessa hátíð að hún er haldin í Royal Cornwall Showground, í Wadebridge, Bretlandi en ekki á lang stærðsta svæði kristilega rokksins Bandaríkjunum.[10]

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. „Christianity and Rock & Roll“.
  2. „Christianity and Rock & Roll“, 20. desember 2001.
  3. „How it all began“[óvirkur tengill], 20. desember 2001.
  4. Jesus is savior, „Proof that Christian Rock is of the Devil music“, 20. desember 2001.
  5. Stanford, David. "Farewell, Larry Normann".
  6. Musicyouwont, „The Crusaders: Make a Joyful Noise with Drums and Guitars“, 20. desember 2001.
  7. „Bios“, 20. desember 2001.
  8. Creation Festival, „Creation Festival“[óvirkur tengill],
  9. Alive festival, „Alive!“[óvirkur tengill]
  10. Creation fest, „Creation fest“[óvirkur tengill], 20. desember 2001.
  NODES
iOS 1
languages 1
os 3
text 2